Innlent

Al­manna­varnir funda með Veður­stofu: Gular við­varanir í gildi á Norður­landi vegna úr­komu

Árni Sæberg skrifar
Líkur eru taldar á aurskriðum á Tröllaskaga og í Þingeyjarsýslu.
Líkur eru taldar á aurskriðum á Tröllaskaga og í Þingeyjarsýslu. Vísir/Egill

Gefnar hafa verið úr gular viðvaranir fyrir Strandir og Norðurlandland vestra, og Norðurland eystra vegna mikillar úrkomuspár. Viðvaranir tóku gildi klukkan níu í kvöld og gilda til hádegis á morgun. Varað er við auknum líkum á grjót- og aurskriðum.

Vakthafandi veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir í samtali við Vísi að hann búist við áframhaldandi úrhelli á Norðurlandi í nótt og á morgun. Sér í lagi á Tröllaskaga við Siglufjörð.

Ríkisútvarpið greindi frá því í dag að aurskriður hafi fallið í Þingeyjarsveit í dag sökum mikillar úrkomu. 

Ofanflóðasérfræðingur segir í samtali við Vísi að töluverðar líkur séu á áframhaldandi aurskriðum í Þingeyjarsýslu og á Tröllaskaga í nótt og á morgun. Nánari upplýsingar fást ekki að svo stöddu þar sem fundað er um ástandið í þessum rituðu orðum.

Búist er við mikilli rigningu á Norðurlandi.Veðurstofa Íslands


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×