Innlent

Snarpur jarðskjálfti fannst á suðvesturhorninu

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Mikil skjálftavirkni hefur verið í grennd við Keili undanfarna daga.
Mikil skjálftavirkni hefur verið í grennd við Keili undanfarna daga. Vísir/RAX

Snarpur skjálfti fannst víða á suðvesturhorninu klukkan 11:28. Skjálftinn fannst meðal annars vel á höfuðborgarsvæðinu, Reykjanesbæ og á Akranesi. Á vef Veðurstofunnar segir að skjálftinn hafi verið 3,8 að stærð. 

Upptök skjálftans voru 700 metra suðsuðvestur af Keili. 

Skjálfti 2,9 að stærð varð í grennd við Keili rétt fyrir klukkan ellefu. Sá virðist ekki hafa fundist á höfuðborgarsvæðinu hið minnsta.

Frá því skjálftahrinan við Keili hófst þann 27. september hafa sex skjálftar mælst yfir þrír að stærð. Sá nýjasti er sá stærsti.


Tengdar fréttir



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×