Innlent

Árekstur við Arnarnesið tefur fyrir veislu á Bessastöðum

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Guðni Th. Jóhannesson sló á létta strengi á Bessastöðum á meðan beðið væri eftir gestum. Hann leyfði fólki að fá sér veitingar á meðan biðinni stóð.
Guðni Th. Jóhannesson sló á létta strengi á Bessastöðum á meðan beðið væri eftir gestum. Hann leyfði fólki að fá sér veitingar á meðan biðinni stóð. Vísir/Vilhelm

Þriggja bíla árekstur varð á Reykjavíkurvegi til móts við Arnarnesið um fjögurleytið í dag. Miklar tafir eru á umferð í suðurátt sem stendur vegna árekstursins sem veldur töfum á veislu á Bessastöðum.

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, afhendir nefnilega heiðursverðlaun Alþjóðlegu kvikmyndahátíðarinnar í Reykjavík – RIFF við hátíðlega athöfn á Bessastöðum í dag að viðstöddu forystufólki í íslenskri kvikmyndagerð, þátttakendum í kvikmyndahátíðinni og aðstandendum hennar.

Verðlaunin eru veitt fyrir framúrskarandi listræna sýn í kvikmyndagerð og að þessu sinni verða heiðraðir tveir af fremstu leikstjórum okkar tíma; Mia Hansen-Løve frá Frakklandi og Joachim Trier frá Noregi.

Verðlaunaafhendingin átti að hefjast klukkan 16 en hálftíma síðar voru heiðursgestir ekki enn mættir. Þeir eru fastir í röð. Guðni sló á létta strengi á Bessastöðum og bauð fólki að fá sér veitingar þótt heiðursgestirnir væru ekki mættir.

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu hafði ekki fengið upplýsingar um áreksturinn sem bendir til þess að ekki hafi orðið slys á fólki.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×