Auglýsa eftir snjóblásurum en spila líklega í boði liðs sem vill að þeir tapi Sindri Sverrisson skrifar 28. september 2021 12:30 Eins og sjá má er varla hægt að æfa fótbolta fyrir vestan þessa dagana og halda leikmenn Vestra því til Borgarness á morgun. Vinstri myndin er frá æfingu á Skeiðisvelli í Bolungarvík. Facebook/@Vestri.Knattspyrna „Hvað eru til margir snjóblásarar hér í bænum?“ Svo spyr Samúel Samúelsson í stjórn Vestra en Vestfirðingar ætla að reyna allt sem þeir geta til að geta spilað á Ísafirði um helgina, gegn Íslandsmeisturum Víkings í Mjólkurbikarnum. Það ræðst á næstu tveimur sólarhringum hvar undanúrslitaleikur Vestra og Víkings verður spilaður. Snjór er yfir grasvelli Vestra, Olís-vellinum, en Samúel og félagar ætla að freista þess að blása honum af á morgun ef aðstæður leyfa. Þeir þurfa að treysta á veðurguðina en góðar líkur eru á því að leikurinn verði spilaður á höfuðborgarsvæðinu. Til stóð að Kaplakrikavöllur yrði „varavöllur“ fyrir leikinn á laugardag en Samúel segir að hætt hafi verið við þær áætlanir. Nú sé útlit fyrir að spilað verði á Meistaravöllum, heimavelli KR, verði Olís-völlurinn ekki tilbúinn. Mikið er í húfi fyrir KR-inga sem vilja helst að Vestri tapi leiknum, því aðeins ef að Víkingur verður bikarmeistari mun KR fá sæti í Evrópukeppni á næstu leiktíð. Lítur ekki vel út en spáin að lagast „Við viljum grasvöll. Annars breytir okkur engu hvort við vinnum Víking í Reykjavík eða á Ísafirði,“ sagði Samúel léttur við Vísi í dag. „Við ætlum að gera heiðarlega tilraun til að gera völlinn hérna leikfæran. Þetta lítur ekki vel út en spáin er samt að lagast,“ sagði Samúel en eins og sjá má að ofan er völlurinn snævi þakinn. Leikmenn Vestra skokka á snævi þöktum Skeiðisvelli í Bolungarvík.Facebook/@Vestri.Knattspyrna „Það er spurning hvort þetta verði snjór eða klaki á morgun. Ef þetta verður snjór þá getum við blásið honum í burtu,“ sagði Samúel sem auglýsti á Facebook eftir snjóblásurum og fékk góð viðbrögð. Það er því ljóst að allt verður reynt til að Vestri fái að spila á heimavelli eins og þegar liðið sló Val út í síðustu umferð. Gefa svar í síðasta lagi á fimmtudagskvöld „Við vorum mest hræddir um að það yrði það mikil rigning á föstudag og laugardag að völlurinn yrði á floti. Nú á að vera þurrt á miðvikudag og fimmtudag, og á laugardag líka, sem gefur okkur smá bjartsýni. Við þurfum að gefa svar á fimmtudagskvöld um hvort við teljum að leikurinn geti farið fram á Ísafirði eða ekki. Ég geri svo ráð fyrir því að ef að við teljum að leikurinn geti farið hér fram þá muni KSÍ fá mann til að taka völlinn út. Lokaákvörðunin er ekki okkar en við gerum það sem við getum svo hægt verði að spila hérna,“ sagði Samúel. Æfa í Borgarnesi Í ljósi aðstæðna hafa leikmenn Vestra ekki getað æft með hefðbundnum hætti síðustu daga. Samúel grínast með að þeir geti helst æft sig í FIFA tölvuleiknum og hugarleikfimi. Leikmennirnir halda hins vegar suður í Borgarnes í fyrramálið og æfa þar á morgun og á fimmtudag. Á föstudag heldur hópurinn svo annað hvort heim á Ísafjörð eða til Reykjavíkur og æfir á leikstað fyrir leikinn mikilvæga. Mjólkurbikarinn Vestri Ísafjarðarbær Víkingur Reykjavík Mest lesið „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Fótbolti Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Fótbolti Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Fótbolti Dagskráin: HM-leikir og spennandi kvöld í Bónus-deildinni Sport Fleiri fréttir Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Sjá meira
Það ræðst á næstu tveimur sólarhringum hvar undanúrslitaleikur Vestra og Víkings verður spilaður. Snjór er yfir grasvelli Vestra, Olís-vellinum, en Samúel og félagar ætla að freista þess að blása honum af á morgun ef aðstæður leyfa. Þeir þurfa að treysta á veðurguðina en góðar líkur eru á því að leikurinn verði spilaður á höfuðborgarsvæðinu. Til stóð að Kaplakrikavöllur yrði „varavöllur“ fyrir leikinn á laugardag en Samúel segir að hætt hafi verið við þær áætlanir. Nú sé útlit fyrir að spilað verði á Meistaravöllum, heimavelli KR, verði Olís-völlurinn ekki tilbúinn. Mikið er í húfi fyrir KR-inga sem vilja helst að Vestri tapi leiknum, því aðeins ef að Víkingur verður bikarmeistari mun KR fá sæti í Evrópukeppni á næstu leiktíð. Lítur ekki vel út en spáin að lagast „Við viljum grasvöll. Annars breytir okkur engu hvort við vinnum Víking í Reykjavík eða á Ísafirði,“ sagði Samúel léttur við Vísi í dag. „Við ætlum að gera heiðarlega tilraun til að gera völlinn hérna leikfæran. Þetta lítur ekki vel út en spáin er samt að lagast,“ sagði Samúel en eins og sjá má að ofan er völlurinn snævi þakinn. Leikmenn Vestra skokka á snævi þöktum Skeiðisvelli í Bolungarvík.Facebook/@Vestri.Knattspyrna „Það er spurning hvort þetta verði snjór eða klaki á morgun. Ef þetta verður snjór þá getum við blásið honum í burtu,“ sagði Samúel sem auglýsti á Facebook eftir snjóblásurum og fékk góð viðbrögð. Það er því ljóst að allt verður reynt til að Vestri fái að spila á heimavelli eins og þegar liðið sló Val út í síðustu umferð. Gefa svar í síðasta lagi á fimmtudagskvöld „Við vorum mest hræddir um að það yrði það mikil rigning á föstudag og laugardag að völlurinn yrði á floti. Nú á að vera þurrt á miðvikudag og fimmtudag, og á laugardag líka, sem gefur okkur smá bjartsýni. Við þurfum að gefa svar á fimmtudagskvöld um hvort við teljum að leikurinn geti farið fram á Ísafirði eða ekki. Ég geri svo ráð fyrir því að ef að við teljum að leikurinn geti farið hér fram þá muni KSÍ fá mann til að taka völlinn út. Lokaákvörðunin er ekki okkar en við gerum það sem við getum svo hægt verði að spila hérna,“ sagði Samúel. Æfa í Borgarnesi Í ljósi aðstæðna hafa leikmenn Vestra ekki getað æft með hefðbundnum hætti síðustu daga. Samúel grínast með að þeir geti helst æft sig í FIFA tölvuleiknum og hugarleikfimi. Leikmennirnir halda hins vegar suður í Borgarnes í fyrramálið og æfa þar á morgun og á fimmtudag. Á föstudag heldur hópurinn svo annað hvort heim á Ísafjörð eða til Reykjavíkur og æfir á leikstað fyrir leikinn mikilvæga.
Mjólkurbikarinn Vestri Ísafjarðarbær Víkingur Reykjavík Mest lesið „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Fótbolti Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Fótbolti Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Fótbolti Dagskráin: HM-leikir og spennandi kvöld í Bónus-deildinni Sport Fleiri fréttir Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Sjá meira