Ófullnægjandi meðferð kjörgagna skuli tekin „mjög alvarlega“ Snorri Másson skrifar 27. september 2021 11:52 Logi Einarsson þegar hann kaus utan kjörfundar í síðustu viku. Ásamt Finni Thorlacius bílablaðamanni. Vísir/Vilhelm Logi Már Einarsson formaður Samfylkingarinnar segir að öll framboð til Alþingis hljóti að vera sammála um að enginn afsláttur sé í boði á tilhlýðilegri framkvæmd kosninga. „Nú berast sláandi fréttir af ófullnægjandi meðferð kjörgagna í Norðvesturkjördæmi, sem tilefni er til að taka mjög alvarlega,“ skrifar Logi í stöðuuppfærslu á Facebook. Þar vísar þingmaðurinn til frétta af ófullkominni framkvæmd kosninga í kjördæminu, þar sem ráðist var í endurtalningu í gær. Í fréttum kom einnig fram að kjörkassarnir hafi ekki verið innsiglaðir að lokinni talningu, eins og landslög gera ráð fyrir. Karl Gauti Hjaltason fráfarandi þingmaður Miðflokksins hefur kært þessi atriði til lögreglu. Logi segir að frjálsar lýðræðislegar kosningar séu á meðal mikilvægustu grundvallarmannréttinda, og að tryggja verði fullnægjandi framkvæmd þeirra. „Hér er um algjört prinsipp að ræða og mikilvægt að enginn afsláttur í boði. Um það hljóta öll framboð að vera sammála,“ skrifar Logi. Samkvæmt upplýsingum Vísis eru formenn allra flokka að fylgjast vel með stöðunni á meðan fulltrúar kerfisins ráða ráðum sínum. Landskjörstjórn fundar á öðrum tímanum í dag og að þeim fundi loknum ætti að skýrast hver næstu skref verða - til dæmis þegar kemur að kröfu fjögurra flokka um endurtalningu atkvæða í Suðurkjördæmi, þar sem einkar mjótt var á munum. Samfylkingin Alþingiskosningar 2021 Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Tengdar fréttir Magnús Davíð kærir til kjörbréfanefndar og krefst uppkosningar Magnús Davíð Norðdahl oddviti Pírata í Norðvesturkjördæmi hefur ákveðið að kæra kosningarnar í Norðvesturkjördæmi til kjörbréfanefndar Alþingis og fara fram á svokallaða uppkosningu sem felur í sér að kosið yrði að nýju í Norðvesturkjördæmi. 27. september 2021 11:33 Karl Gauti ætlar að kæra framkvæmd kosninga til lögreglu Karl Gauti Hjaltason, fráfarandi þingmaður Miðflokksins, er í þessum skrifuðu orðum að vinna að kæru til lögreglu. Krafa hans er skýr, að upplýst verði um atvik í Norðvesturkjördæmi þar sem ráðist var í endurtalningu. 27. september 2021 11:09 Mest lesið Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Innlent Fleiri fréttir Lína Langsokkur - Uppselt er á 50 sýningar Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sjá meira
„Nú berast sláandi fréttir af ófullnægjandi meðferð kjörgagna í Norðvesturkjördæmi, sem tilefni er til að taka mjög alvarlega,“ skrifar Logi í stöðuuppfærslu á Facebook. Þar vísar þingmaðurinn til frétta af ófullkominni framkvæmd kosninga í kjördæminu, þar sem ráðist var í endurtalningu í gær. Í fréttum kom einnig fram að kjörkassarnir hafi ekki verið innsiglaðir að lokinni talningu, eins og landslög gera ráð fyrir. Karl Gauti Hjaltason fráfarandi þingmaður Miðflokksins hefur kært þessi atriði til lögreglu. Logi segir að frjálsar lýðræðislegar kosningar séu á meðal mikilvægustu grundvallarmannréttinda, og að tryggja verði fullnægjandi framkvæmd þeirra. „Hér er um algjört prinsipp að ræða og mikilvægt að enginn afsláttur í boði. Um það hljóta öll framboð að vera sammála,“ skrifar Logi. Samkvæmt upplýsingum Vísis eru formenn allra flokka að fylgjast vel með stöðunni á meðan fulltrúar kerfisins ráða ráðum sínum. Landskjörstjórn fundar á öðrum tímanum í dag og að þeim fundi loknum ætti að skýrast hver næstu skref verða - til dæmis þegar kemur að kröfu fjögurra flokka um endurtalningu atkvæða í Suðurkjördæmi, þar sem einkar mjótt var á munum.
Samfylkingin Alþingiskosningar 2021 Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Tengdar fréttir Magnús Davíð kærir til kjörbréfanefndar og krefst uppkosningar Magnús Davíð Norðdahl oddviti Pírata í Norðvesturkjördæmi hefur ákveðið að kæra kosningarnar í Norðvesturkjördæmi til kjörbréfanefndar Alþingis og fara fram á svokallaða uppkosningu sem felur í sér að kosið yrði að nýju í Norðvesturkjördæmi. 27. september 2021 11:33 Karl Gauti ætlar að kæra framkvæmd kosninga til lögreglu Karl Gauti Hjaltason, fráfarandi þingmaður Miðflokksins, er í þessum skrifuðu orðum að vinna að kæru til lögreglu. Krafa hans er skýr, að upplýst verði um atvik í Norðvesturkjördæmi þar sem ráðist var í endurtalningu. 27. september 2021 11:09 Mest lesið Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Innlent Fleiri fréttir Lína Langsokkur - Uppselt er á 50 sýningar Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sjá meira
Magnús Davíð kærir til kjörbréfanefndar og krefst uppkosningar Magnús Davíð Norðdahl oddviti Pírata í Norðvesturkjördæmi hefur ákveðið að kæra kosningarnar í Norðvesturkjördæmi til kjörbréfanefndar Alþingis og fara fram á svokallaða uppkosningu sem felur í sér að kosið yrði að nýju í Norðvesturkjördæmi. 27. september 2021 11:33
Karl Gauti ætlar að kæra framkvæmd kosninga til lögreglu Karl Gauti Hjaltason, fráfarandi þingmaður Miðflokksins, er í þessum skrifuðu orðum að vinna að kæru til lögreglu. Krafa hans er skýr, að upplýst verði um atvik í Norðvesturkjördæmi þar sem ráðist var í endurtalningu. 27. september 2021 11:09