„Það er ekki mín pólitík og það er ekki pólitík Framsóknar“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 27. september 2021 08:23 Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, á kjörstað. Vísir/Magnús Hlynur Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, segir það hvorki sína pólitík né pólitík Framsóknarflokksins, að setja fram kröfur og hóta því að ganga frá borði ef þær eru ekki uppfylltar. Formaðurinn ræddi við þáttastjórnendur í Bítinu á Bylgunni í morgun, þar sem hann var ítrekað spurður að því hvort hann myndi gera kröfu um forsætisráðuneytið í ljósi þess að flokkurinn vann stórsigur í nýafstöðnum þingkosningum og bætti við sig fimm mönnum. Sigurður Ingi sagði ekkert launungarmál að fylgisaukning Framsóknarflokksins hefði gert það að verkum að ríkisstjórnin stæði á styrkum fótum. Þá hefðu menn áhrif með því að vera í forsvari fyrir ríkisstjórn og fara með „öflug“ ráðuneyti. Hann sagðist myndu standa við yfirlýsingar sem gefnar voru út í aðdraganda kosninganna um að byrja á því að reyna að ná saman við hina stjórnarflokkana. Þá byrjaði maður ekki á að panta eitthvað og hóta því að vera ekki með ef maður fengi sínu ekki framgengt. „Það er ekki mín pólitík og það er ekki pólitík Framsóknar,“ sagði hann. Sigurður Ingi sagðist hlakka til að hitta nýja og öflugan þingflokk í dag. „Og við kannski tökum samtalið,“ sagði hann. Ljóst væri að úti í samfélaginu og innan flokksins væru alls konar hugmyndir uppi og vissulega væri það eðlilegt að þeir sem hefðu staðið sig vel nytu þess. Aðspurður sagðist Sigurður Ingi ekki eiga von á því að viðræður stjórnarflokkanna tækju langan tíma; þeir hefðu unnið lengi saman og að ýmsum málum og vissu hvaða mál stæðu útaf. Óformleg samtöl hefðu átt sér stað og þau myndu líklega ræða eitthvað saman í dag og á morgun. Framsóknarflokkurinn Alþingiskosningar 2021 Bítið Mest lesið Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Innlent Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Innlent Fleiri fréttir Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gýg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Sjá meira
Formaðurinn ræddi við þáttastjórnendur í Bítinu á Bylgunni í morgun, þar sem hann var ítrekað spurður að því hvort hann myndi gera kröfu um forsætisráðuneytið í ljósi þess að flokkurinn vann stórsigur í nýafstöðnum þingkosningum og bætti við sig fimm mönnum. Sigurður Ingi sagði ekkert launungarmál að fylgisaukning Framsóknarflokksins hefði gert það að verkum að ríkisstjórnin stæði á styrkum fótum. Þá hefðu menn áhrif með því að vera í forsvari fyrir ríkisstjórn og fara með „öflug“ ráðuneyti. Hann sagðist myndu standa við yfirlýsingar sem gefnar voru út í aðdraganda kosninganna um að byrja á því að reyna að ná saman við hina stjórnarflokkana. Þá byrjaði maður ekki á að panta eitthvað og hóta því að vera ekki með ef maður fengi sínu ekki framgengt. „Það er ekki mín pólitík og það er ekki pólitík Framsóknar,“ sagði hann. Sigurður Ingi sagðist hlakka til að hitta nýja og öflugan þingflokk í dag. „Og við kannski tökum samtalið,“ sagði hann. Ljóst væri að úti í samfélaginu og innan flokksins væru alls konar hugmyndir uppi og vissulega væri það eðlilegt að þeir sem hefðu staðið sig vel nytu þess. Aðspurður sagðist Sigurður Ingi ekki eiga von á því að viðræður stjórnarflokkanna tækju langan tíma; þeir hefðu unnið lengi saman og að ýmsum málum og vissu hvaða mál stæðu útaf. Óformleg samtöl hefðu átt sér stað og þau myndu líklega ræða eitthvað saman í dag og á morgun.
Framsóknarflokkurinn Alþingiskosningar 2021 Bítið Mest lesið Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Innlent Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Innlent Fleiri fréttir Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gýg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Sjá meira