„Það er ekki mín pólitík og það er ekki pólitík Framsóknar“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 27. september 2021 08:23 Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, á kjörstað. Vísir/Magnús Hlynur Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, segir það hvorki sína pólitík né pólitík Framsóknarflokksins, að setja fram kröfur og hóta því að ganga frá borði ef þær eru ekki uppfylltar. Formaðurinn ræddi við þáttastjórnendur í Bítinu á Bylgunni í morgun, þar sem hann var ítrekað spurður að því hvort hann myndi gera kröfu um forsætisráðuneytið í ljósi þess að flokkurinn vann stórsigur í nýafstöðnum þingkosningum og bætti við sig fimm mönnum. Sigurður Ingi sagði ekkert launungarmál að fylgisaukning Framsóknarflokksins hefði gert það að verkum að ríkisstjórnin stæði á styrkum fótum. Þá hefðu menn áhrif með því að vera í forsvari fyrir ríkisstjórn og fara með „öflug“ ráðuneyti. Hann sagðist myndu standa við yfirlýsingar sem gefnar voru út í aðdraganda kosninganna um að byrja á því að reyna að ná saman við hina stjórnarflokkana. Þá byrjaði maður ekki á að panta eitthvað og hóta því að vera ekki með ef maður fengi sínu ekki framgengt. „Það er ekki mín pólitík og það er ekki pólitík Framsóknar,“ sagði hann. Sigurður Ingi sagðist hlakka til að hitta nýja og öflugan þingflokk í dag. „Og við kannski tökum samtalið,“ sagði hann. Ljóst væri að úti í samfélaginu og innan flokksins væru alls konar hugmyndir uppi og vissulega væri það eðlilegt að þeir sem hefðu staðið sig vel nytu þess. Aðspurður sagðist Sigurður Ingi ekki eiga von á því að viðræður stjórnarflokkanna tækju langan tíma; þeir hefðu unnið lengi saman og að ýmsum málum og vissu hvaða mál stæðu útaf. Óformleg samtöl hefðu átt sér stað og þau myndu líklega ræða eitthvað saman í dag og á morgun. Framsóknarflokkurinn Alþingiskosningar 2021 Bítið Mest lesið Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Fleiri fréttir Lést eftir að verða fyrir skoti í Árnessýslu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Sjá meira
Formaðurinn ræddi við þáttastjórnendur í Bítinu á Bylgunni í morgun, þar sem hann var ítrekað spurður að því hvort hann myndi gera kröfu um forsætisráðuneytið í ljósi þess að flokkurinn vann stórsigur í nýafstöðnum þingkosningum og bætti við sig fimm mönnum. Sigurður Ingi sagði ekkert launungarmál að fylgisaukning Framsóknarflokksins hefði gert það að verkum að ríkisstjórnin stæði á styrkum fótum. Þá hefðu menn áhrif með því að vera í forsvari fyrir ríkisstjórn og fara með „öflug“ ráðuneyti. Hann sagðist myndu standa við yfirlýsingar sem gefnar voru út í aðdraganda kosninganna um að byrja á því að reyna að ná saman við hina stjórnarflokkana. Þá byrjaði maður ekki á að panta eitthvað og hóta því að vera ekki með ef maður fengi sínu ekki framgengt. „Það er ekki mín pólitík og það er ekki pólitík Framsóknar,“ sagði hann. Sigurður Ingi sagðist hlakka til að hitta nýja og öflugan þingflokk í dag. „Og við kannski tökum samtalið,“ sagði hann. Ljóst væri að úti í samfélaginu og innan flokksins væru alls konar hugmyndir uppi og vissulega væri það eðlilegt að þeir sem hefðu staðið sig vel nytu þess. Aðspurður sagðist Sigurður Ingi ekki eiga von á því að viðræður stjórnarflokkanna tækju langan tíma; þeir hefðu unnið lengi saman og að ýmsum málum og vissu hvaða mál stæðu útaf. Óformleg samtöl hefðu átt sér stað og þau myndu líklega ræða eitthvað saman í dag og á morgun.
Framsóknarflokkurinn Alþingiskosningar 2021 Bítið Mest lesið Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Fleiri fréttir Lést eftir að verða fyrir skoti í Árnessýslu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Sjá meira