Innlent

Lúmskt bjartsýnn og valið aldrei auðveldara

Samúel Karl Ólason skrifar
Gunnar Smári Egilsson segist aldrei hafa átt jafnauðvelt með að gera upp hug sinn í kjörklefanum. Enda í framboði sjálfur.
Gunnar Smári Egilsson segist aldrei hafa átt jafnauðvelt með að gera upp hug sinn í kjörklefanum. Enda í framboði sjálfur. Vísir/Vilhelm

Gunnar Smári Egilsson, formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins, sagði valið hafa verið auðvelt í kjörklefanum í þetta sinn.

Hann segist temmilega bjartsýnn fyrir daginn.

„Ég kann ekki alveg að lesa í stöðuna. Það bara kemur í ljós það sem kemur í ljós. Ég er alveg óttalaus gagnvart því,“ sagði Gunnar Smári í samtali við fréttstofu eftir að hann kaus í morgun.

„Já, ég er svona lúmskt bjartsýnn.“

Hann segist ekki velta fyrir sér hve marga þingmenn hann fái. Sömuleiðis hafi hann ekki átt í viðræðum við neina flokka enda sé slíkt ekki tímabært.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×