Innlent

Valli er kominn aftur, aftur

Samúel Karl Ólason skrifar
Valli yfirgefur höfina í Hornafirði af og til en hefur alltaf snúið aftur.
Valli yfirgefur höfina í Hornafirði af og til en hefur alltaf snúið aftur. Þröstur Jóhannsson, hafnarvörður.

Rostungurinn Valli  er mættur aftur í höfnina á Höfn í Hornafirði. Af vefmyndavélum bæjarins má sjá að að þó nokkrir bæjarbúar hafa lagt leið sína niður á bryggju í morgun til að berja rostunginn fræga augum.

Valli hefur komið sér fyrir á enda annarrar flotbryggju en hann hefur haldið til á undanfarna daga.

Rostungurinn hefur verið gífurlega vinsæll og hafa svo margir viljað sjá hann að um tíma þurfti að girða utan um olíubryggjuna sem hann hélt til á.

Valli, sem vegur í kringum 800 kíló og er talinn fjögurra ára gamall, hefur komið víða við á stuttri ævi og valdið nokkrum usla við Írland, Bretland, Frakkland og Spán. Áður en hann kom við á Íslandi hafði ekki sést til hans í 22 daga.

Valli hefur varið tíma sínum við strendur Írlands í sumar, þar sem hann varð frægur fyrir að skríða um borð í litla báta og jafnvel sökkva þeim.

Sjá má Valla á bryggjunni á vefmyndavél Hornafjarðar. Myndavél 2, sem virðist þó eingöngu virka í símum.


Tengdar fréttir

Valli rostungur hefur ekki sést síðan í morgun

Rostungurinn Valli hefur ekkert látið sjá sig við bryggjuna á Höfn í Hornafirði síðan snemma í morgun. Valli sást fyrst á föstudag og undi sér vel í höfninni síðustu daga þar sem hann hafði meðal annars komið sér fyrir uppi á olíubryggju.

Valli fær engan frið á bryggjunni sem búið er að girða af

Girða þurfti af olíubryggjuna á Höfn í Hornafirði í gær vegna ágangs forvitinna gesta sem vildu sjá rostung sem komið hafði sér þar fyrir í annað sinn. Hafnarvörður segir dýrinu greinilega líða vel á bryggjunni þó það fái engan frið.

Segjast hafa borið kennsl á Valla

Forsvarsmenn Seal Rescue Ireland gleðjast yfir því að rostungurinn Valli sé kominn til Íslands en þeir segjast hafa borið kennsl á hrekkjalóminn með því að bera saman gamlar og nýjar myndir af honum.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.