Innlent

Segjast hafa borið kennsl á Valla

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Rostungurinn víðförli.
Rostungurinn víðförli. Anouar Safiani

Forsvarsmenn Seal Rescue Ireland gleðjast yfir því að rostungurinn Valli sé kominn til Íslands en þeir segjast hafa borið kennsl á hrekkjalóminn með því að bera saman gamlar og nýjar myndir af honum.

Telja þeir sig þekkja sár sem rostungurinn er með á báðum framhreyfunum.

Íslandsför Valla hefur ratað í heimsfréttirnar en samkvæmt BBC höfðu áhangendur hans farið að tapa voninni um að sjá til hans aftur. „Við erum algjörlega í skýjunum yfir því að hann sé ekki bara heill á húfi heldur sé hann kominn vel á veg heim til sín,“ segja forsvarsmenn Seal Rescue Ireland.

Að neðan má sjá Valla í makindum sínum á bryggjunni á Höfn.

Valli, sem vegur í kringum 800 kíló og er talinn fjögurra ára gamall, hefur komið víða við á stuttri ævi og valdið nokkrum usla við Írland, Bretland, Frakkland og Spán. Áður en hann kom við á Íslandi hafði ekki sést til hans í 22 daga.

Margir hafa lagt leið sína að bryggjunni í Höfn á Hornarfirði til að berja Valla augum en þar flatmagar hann enn, eins og sjá má á vefmyndavélum.

Uppfært kl. 7.20:

Valli virðist hafa stungið sér til sunds. Hvar er Valli?


Tengdar fréttir

Rostungurinn Valli mættur aftur

Rostungurinn sem kom sér fyrir á bryggju í Höfn í Hornafirði í gær sneri aftur í kvöld. Þar hefur hann legið en fjölmargir hafa lagt leið sína að bryggjunni til að berja rostunginn augum.

„Við hefðum eiginlega frekar átt að gefa honum humar“

Rostungurinn sem heimsótti Höfn í Hornafirði í gær var að öllum líkindum ekki fullvaxinn. Heimamenn gáfu honum fisk að borða, en vistfræðingur sem kíkti á rostunginn í gær grínast með að útfrá mataræði rostunga og staðsetningar áningarstaðar hans hefði humar líklegar verið betri kostur.

Rostungurinn virðist horfinn á braut

Stærðarinnar rostungur sem gerði sig í gær heimankominn á Höfn í Hornarfirði og kom sér vel fyrir á bryggju í bænum virðist vera farinn.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.