Innlent

Þurfa ekki að vera heima með barni þar til það er út­­skrifað úr ein­angrun

Eiður Þór Árnason skrifar
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Vísir/sigurjón

Þórólfur Guðnason sóttvarnlæknir hefur uppfært leiðbeiningar um útskrift úr einangrun þar sem fleiri en einn eru saman í einangrun á sama stað.

Með breytingunni getur barn sem hefur lokið einangrun farið í skólann þó að einhver annar sé enn í einangrun á heimilinu með virkt smit. Hið sama gildir um fólk sem fer til vinnu.

Áður var einangrun sambýlisfólks ekki aflétt fyrr en seinasti heimilismaðurinn var útskrifaður úr einangrun af samkvæmt ákvörðun Covid-19 göngudeildar Landspítalans.

Þetta kemur fram á vef landlæknisembættisins. Í leiðbeiningunum er lögð áhersla á að sá útskrifaði þrífi sig vel áður en hann fer út af heimilinu. Eins þurfi að passa að fatnaður og aðrir hlutir sem fari með honum út af heimilinu séu ómengaðir og hafi ekki verið handfjatlaðir af þeim sem eru enn í einangrun.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.