Börsungar aftur á sigurbraut

Barcelona vann öruggan sigur í dag.
Barcelona vann öruggan sigur í dag. David Ramos/Getty Images

Barcelona vann í dag öruggan 3-0 sigur gegn Levante í spænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Fyrir leikinn höfðu Börsungar aðeins unnið tvo af fyrstu fimm leikjum tímabilsins, en eru nú að rétta sinn hlut.

Það dró til tíðinda strax á sjöttu mínútu þegar að Nemanja Radoja braut á Memphis Depay innan vítateigs. Depay fór sjálfur á punktinn og skoraði af öryggi framhjá Aitor í marki Levante.

Luuk de Jong tvöfaldaði forystu heimamanna á 14. mínútu eftir stoðsendingu frá Sergino Dest og staðan var því 2-0 í hálfleik.

Börsungar voru mun sterkari aðilinn í seinni hálfleik, líkt og í þeim fyrri, og það skilaði sér loksins á 91. mínútu þegar að Ansu Fati gulltryggði 3-0 sigur Barcelona sem er nú í fimmta sæti með 12 stig eftir sex leiki.

Levante er hins vegar enn í leit að sínum fyrsta sigri á tímabilinu, en liði situr í 17. sæti með fjögur stig.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira