Lífið

„Stolt af því hversu vel mér hefur tekist að vaxa sem manneskja í faraldrinum“

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Hekla Guðrúnardóttir Baldursdóttir, Miss Midnight Sun, elskar ABBA og handavinnu.
Hekla Guðrúnardóttir Baldursdóttir, Miss Midnight Sun, elskar ABBA og handavinnu.

Miss Universe Iceland 2021 fer fram í Gamla bíó 29. september. Alþjóðleg dómnefnd velur þar fulltrúa Íslands sem tekur síðan þátt í Miss Universe í Ísrael. Næstu daga munum við kynnast keppendum örlítið betur.

Hekla Maren Guðrúnardóttir Baldursdóttir útskrifaðist úr Menntaskólanum á Akureyri og býr nú á Austurlandi. Hún elskar að prjóna, hekla og vinna í höndunum. Hekla vonast til að Miss Universe keppnin auki sjálfstraustið. 

Morgunmaturinn?

Hafragrautur eða morgunkorn með haframjólk

Helsta freistingin?

Klárlega að liggja í sófanum yfir einhverju ruslsjónvarpi með ruslfæði!

Hvað ertu að hlusta á?

Er búin að hlusta rosa mikið á ABBA síðan nýju lögin komu út, en annars er ég voða hrifin af 70s rokki.

Hvað sástu síðast í bíó?

Fór á nýju Suicide Squad um daginn í Sambíóum, ekki alveg minn tebolli samt.

Hvaða bók er á náttborðinu?

The Secret History e. Donna Tartt

Hver er þín fyrirmynd?

Ég lít alltaf mjög mikið upp til þeirra sem eru mest í kringum mig að hverju sinni, þannig listinn er nánast óendanlegur.

Uppáhaldsmatur?

Pizza!

Uppáhaldsdrykkur?

Pepsi Max eða Fanta Lemon

Hver er frægasta persóna sem þú hefur hitt?

Lenti með Kötlu Margréti í kaffiboði um daginn, spjölluðum um heimabæinn minn. Það var frekar súrrealískt

Hvað hræðist þú mest?

Er rosalega myrkfælin.

Hekla getur sungið aríuóperur.

Neyðarlegasta atvik sem þú hefur lent í?

Mér dettur aðallega bara í hug þegar ég rann niður slatta af þrepum fyrir framan allan útskriftarárganginn minn og flesta kennara skólans rétt fyrir útskrift. Skólameistarinn kom að mér eftir á og sagði þetta var nú flott fall hjá þér og hló létt að mér. Langaði smá að hverfa þá.

Hverju ertu stoltust af?

Er mjög stolt af því hversu vel mér hefur tekist að vaxa sem manneskja í faraldrinum, náði einhvern veginn að finna mig alveg upp á nýtt.

Hefurðu einhvern leyndan hæfileika?

Ég er með 3-4 áttunda raddsvið og í góðri þjálfun get ég sungið margar af þeim óperuaríum sem fara sem hæst upp

Hundar eða kettir?

Kettir!

Hvað er það leiðinlegasta sem þú gerir?

Út að skokka og taka til.

En það skemmtilegasta?

Finnst sjúklega gaman á skautum og elska að vinna eitthvað í höndunum, sem sagt prjóna, sauma út, hekla og þess háttar.

Hvað heldurðu að komi fólki mest á óvart við þig?

Kannski það að ég virki lægri en ég er, mér hefur oft verið sagt að fólk búist ekki við því að ég sé svona hávaxin. Er samt bara 174 cm.

Hvaða lag syngur þú í sturtu/í bílnum?

No Me Queda Más með Selena

Hverju vonast þú til að Miss Universe Iceland keppnin skili þér?

Ég vona að ég klári þessa keppni sjálfsöruggari en áður og með stútfullan koll af vitneskju sem maður fær kannski ekki annars staðar.

Hvar sérðu þig eftir fimm ár?

Eftir fimm ár vonast ég til þess að vera að byrja á MA-ritgerðinni minni í þýðingafræði. Hver veit nema að ég verði búin að gefa út svo til eina eða tvær bækur líka.

Hvar er hægt að fylgjast með þér?

Er virkust á Instagram og er notendanafnið mitt þar @he.kla


Tengdar fréttir

Með mikinn aulahúmor og elskar að syngja í bílnum

Miss Universe Iceland 2021 fer fram í Gamla bíó 29. september. Alþjóðleg dómnefnd velur þar fulltrúa Íslands sem tekur síðan þátt í Miss Universe í Ísrael. Næstu daga munum við kynnast keppendum örlítið betur. 
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.