Innlent

Stjórn Geð­hjálpar: Mikil­vægt að starf­semi Hugar­afls „sé hafin yfir allan vafa“

Þorgils Jónsson skrifar
Stefáns Þór Stefánsson var vendipunktur er einn þeirra sex sem hafa sent erindi til Félagsmálaráðuneytisins vegna starfsemi Hugarafls.
Stefáns Þór Stefánsson var vendipunktur er einn þeirra sex sem hafa sent erindi til Félagsmálaráðuneytisins vegna starfsemi Hugarafls.

Stjórn Geðhjálpar segir að ásakanir gagnvart stjórnenda Hugarafls bendi til þess að „innan þeirra sé ekki unnið eftir þeim gildum sem samtökin vilja byggja á“.

Vitnað er í umfjöllun Íslands í dag frá síðasta mánudegi þar sem fram komu ásakanir fyrrverandi skjólstæðinga Hugarafls um „eitraða“ framkomu stjórnenda samtakanna sem lýsi sér meðal annars í einelti og ógnarstjórnun gegn almennum félagsmönnum

Geðhjálp segir slíkt augljóslega ekki samræmast „hugmyndafræði batamiðaðrar nálgunar og valdeflingar“. Fólk sem leiti til Hugarafls sé vanalega í vanda og því „mikilvægt að starfsemin sé hafin yfir allan vafa“.

Vísar stjórnin í fyrri afstöðu sína og ábendingar sem þau gerði til Alþingis í sumar. Þar var meðal annars kveðið á um að gerð verði heildarúttekt á umfangi og framkvæmd geðheilbrigðisþjónustu á Íslandi, þar með talið þjónustu þriðju aðila.

Stjórnvöld þurfi að bregðast við og skilgreina eftirlit með þeim aðilum sem þau útvista þjónustu til.


Tengdar fréttir

Til skoðunar hvort gripið verði til aðgerða vegna Hugarafls

Félagsmálaráðherra segir til skoðunar hvort og þá til hvaða ráðstafana verði gripið vegna athugasemda fyrrverandi skjólstæðinga grasrótarsamtakanna Hugarafls við framkomu stjórnenda þar á bæ. Einelti og ógnarstjórnun eru orð sem skjólstæðingarnir nota til að lýsa framkomu stjórnenda Hugarafls.

Kvarta yfir „eitraðri framkomu“ stjórnenda Hugarafls

Sex fyrrverandi skjólstæðingar grasrótarsamtakanna Hugarafls sendu nýverið greinargerðir á félagsmálaráðuneytið vegna starfs- og stjórnunarhátta samtakanna og framkomu formanns gagnvart félagsmönnum. Hópurinn segir framkomu stjórnenda samtakanna eitraða og hún lýsi sér meðal annars í einelti og ógnarstjórnun gegn almennum félagsmönnum.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.