Innlent

Sveitarstjóri í Borgarbyggð sver af sér ásakanir um einelti

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Þórdís Sif Sigurðardóttir, sveitarstjóri Borgarbyggðar, ásamt Páli Guðmundssyni en þau handsöluðu á dögunum samkomulag um húsnæði legsteinasafnsins á Húsafelli. 
Þórdís Sif Sigurðardóttir, sveitarstjóri Borgarbyggðar, ásamt Páli Guðmundssyni en þau handsöluðu á dögunum samkomulag um húsnæði legsteinasafnsins á Húsafelli.  Vísir/RAX

Þórdís Sif Sigurðardóttir, sveitarstjóri í Borgarbyggð, hefur verið sökuð um einelti af starfsmanni sveitarfélagsins. Þórdís upplýsir um þetta í Facebook-færslu en hafnar ásökunum. Hún segir málið í farvegi.

Þórdís var ráðin sveitarstjóri í Borgarbyggð í febrúar 2020. Hún tók við starfinu af Gunnlaugi A. Júlíussyni sem sagt var upp störfum í nóvember 2019. Þórdís hafði starfað sem sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs Ísafjarðarbæjar auk þess að vera staðgengill bæjarstjóra Ísafjarðar um tíð þegar bæjarstjórinn sagði skyndilega upp störfum.

„Undanfarnir dagar hafa verið mér erfiðir. Ég hef verið ásökuð um einelti í starfi mínu sem sveitarstjóri gagnvart starfsmanni. Mér þykir miður að starfsmaðurinn hafi upplifað einelti af minni hálfu. Ég hef það að leiðarljósi, í starfi mínu og lífinu almennt, að gæta jafnræðis, stuðla að góðum samskiptum, taka á vandasömum málum og hreinskilni er mér sérstaklega hugleikin,“ segir Þórdís.

„Framangreindri ásökun um einelti hafna ég alfarið. Ég get eðli máls samkvæmt ekki greint frá málinu í efnisatriðum vegna þagnarskyldu minnar sem sveitarstjóri, en málið er í farvegi þar sem allt er upp borðum.“Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.