Innlent

Skip­herra á varð­skipi í leyfi vegna gruns um kyn­ferðis­lega á­reitni

Þorgils Jónsson skrifar
Skipherra á varðskipi Landhelgisgæslunnar hefur verið settur í leyfi vegan gruns um kynferðslega áreitni. 
Skipherra á varðskipi Landhelgisgæslunnar hefur verið settur í leyfi vegan gruns um kynferðslega áreitni.  Vísir/Vilhelm

Skipherra á varðskipi Landhelgisgæslu Íslands hefur verið settur í leyfi vegna gruns um kynferðislega áreitni. Þetta herma heimildir fréttastofu RÚV sem fjallar um málið í kvöld.

Samkvæmt heimildum RÚV er um að ræða skipherrann á varðskipinu Tý.

Í umfjölluninni er vitnað í skriflegt svar Landhelgisgæslunnar til RÚV segir að rannsókn standi yfir á samskiptum um borð í einu skipi gæslunnar. Rannsóknin sé til komin vegna ábendinga sem stjórnendum Landhelgisgæslunnar bárust nýlega, vegna gruns um kynferðislega áreitni. Málið sé litið alvarlegum augum.

Mannlíf fjallaði einnig um mál af þessum toga fyrir skemmstu.

Þolendurnir í málinu sem er til rannsóknar eru samkvæmt heimildum RÚV tvær ungar konur í áhöfn varðskipsins, en Landhelgisgæslan vildi ekki gefa neitt frekar út um málavexti, meðal annars af tillitssemi við þolendur.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.