Fótbolti

Messi var tekinn af velli vegna meiðsla og gæti misst af leiknum gegn City

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Lionel Messi virtist ansi hissa þegar að þjálfari PSG, Mauricio Pochettino skipti honum af velli síðasta sunnudag.
Lionel Messi virtist ansi hissa þegar að þjálfari PSG, Mauricio Pochettino skipti honum af velli síðasta sunnudag. Geert van Erven/BSR Agency/Getty Images

Mauricio Pochettino, þjálfari Paris Saint-Germain, hefur upplýst stuðningsmenn félagsins um það að Lionel Messi hafi verið tekinn af velli í leiknum gegn Lyon á sunnudag vegna hnjámeiðsla.

Messi virtist undrandi á samlanda sínum þegar hann var tekinn af velli, en Pochettino segir að hann hafi fengið högg á vinstra hnéð.

PSG leikur gegn Metz á morgun, en Messi mun ekki taka þátt í þeim leik vegna þessara meiðsla, og óvíst er hvort að hann geti spilað þegar að liðið mætir Manchester City í A-riðli Meistaradeildar Evrópu í næstu viku.

Leikurinn gegn Lyon síðasta sunnudag var þriðji leikur Messi með PSG síðan hann gekk í raðir félagsins, og sá fyrsti á Parc des Princes, heimavelli Parísaliðsins. 

Í flestum tilvikum væri fólk ekki að kippa sér mikið upp við það að nýr leikmaður í nýju liði og nýju landi væri ekki búinn að skora, en þegar að kemur að Lionel Messi stingur það aðeins í stúf að hann hafi ekki enn fundið netmöskvana fyrir Parísarliði.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.