Íslenskir ráðherrar sækja allsherjarþing SÞ að heiman Þorgils Jónsson skrifar 21. september 2021 17:58 Guðlaugur Þór ávarpar hér allherjarþing Sameinuðu þjóðanna árið 2019. Hann mun endurtaka leikinn í ár, en ræðan verður flutt með fjarfundarbúnaði að þessu sinni. Alþjóðalög, sjálfbær nýting auðlinda, mannréttindi og jafnrétti, auk aðgerða vegna heimsfaraldursins og loftslagsbreytinga, eru þau málefni sem verða í forgrunni hjá Íslandi á 76. allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna sem fer nú fram í New York. Í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu segir að þingið að þessu sinni fari bæði fram í fjarfundum sem og beinni þátttöku Íslenskir ráðamenn munu taka þátt í þinginu og hliðarviðburðum með fjarfundabúnaði og myndabandsupptökum. „Við höldum áfram að vera óhrædd við að tala fyrir alþjóðalögum, mannréttindunum og lýðræði eins og framganga Íslands í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna undirstrikaði,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra, í tilkynningunni. Guðlaugur mun flytja ræðu Íslands á allsherjarþinginu næsta mánudag, 27. september. Í tengslum við þingið fara fram fjölmargir fundir og hliðarviðburðir sem fulltrúar Íslands munu sækja rafrænt. Þá mun Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ávarpa leiðtogafund um jafnari dreifingu bóluefna sem haldinn verður á morgun í tengslum við allsherjarþingið. Á morgun tekur Guðlaugur Þór einnig þátt í fundi um málefni hinsegin fólks sem haldinn er á vegum ríkjahóps sem beitir sér fyrir réttindum þess á vettvangi Sameinuðu þjóðanna og Ísland tilheyrir. Fimmtudaginn 23. september tekur forsætisráðherra svo þátt í leiðtogafundi um sjálfbærni matvælakerfa og mikilvægi þeirra fyrir innleiðingu heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna. Utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra tekur sama dag þátt í fundi bandalags um fjölþjóðasamvinnu, sem miðar að því efla fjölþjóðasamstarf og virðingu fyrir alþjóðalögum og mannréttindum. Guðlaugur Þór ávarpar einnig ráðherrafund um orkumál 24. september, en í tilkynningunni segir að Ísland hafi tekið virkan þátt í undirbúningi fundarins „sem sérstakur málsvari sjálfbærrar orkunýtingar og jafnréttis“. Joe Biden Bandaríkjaforseti ávarpaði allsherjarþingið í New York í dag og lagði mikla áherslu á samvinnu milli ríkja heimsins sem standa frammi fyrir mörgum sameiginlegum áskorunum. Utanríkismál Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir Biden lagði áherslu á samvinnu í skugga deilna við bandamenn Joe Biden Bandaríkjaforseti sagði þjóðir heims þurfa að vinna saman sem aldrei fyrr í fyrsta ávarpi sínu á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í dag. Kastast hefur í kekki á milli Bandaríkjastjórnar og hefðbundinna bandalagsríkja vegna brotthvarfsins frá Afganistan og umdeilds kafbátasamnings við Ástrali. 21. september 2021 14:52 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Eldgos geti hafist hvenær sem er Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Fleiri fréttir Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Eldgos geti hafist hvenær sem er Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Sjá meira
Í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu segir að þingið að þessu sinni fari bæði fram í fjarfundum sem og beinni þátttöku Íslenskir ráðamenn munu taka þátt í þinginu og hliðarviðburðum með fjarfundabúnaði og myndabandsupptökum. „Við höldum áfram að vera óhrædd við að tala fyrir alþjóðalögum, mannréttindunum og lýðræði eins og framganga Íslands í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna undirstrikaði,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra, í tilkynningunni. Guðlaugur mun flytja ræðu Íslands á allsherjarþinginu næsta mánudag, 27. september. Í tengslum við þingið fara fram fjölmargir fundir og hliðarviðburðir sem fulltrúar Íslands munu sækja rafrænt. Þá mun Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ávarpa leiðtogafund um jafnari dreifingu bóluefna sem haldinn verður á morgun í tengslum við allsherjarþingið. Á morgun tekur Guðlaugur Þór einnig þátt í fundi um málefni hinsegin fólks sem haldinn er á vegum ríkjahóps sem beitir sér fyrir réttindum þess á vettvangi Sameinuðu þjóðanna og Ísland tilheyrir. Fimmtudaginn 23. september tekur forsætisráðherra svo þátt í leiðtogafundi um sjálfbærni matvælakerfa og mikilvægi þeirra fyrir innleiðingu heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna. Utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra tekur sama dag þátt í fundi bandalags um fjölþjóðasamvinnu, sem miðar að því efla fjölþjóðasamstarf og virðingu fyrir alþjóðalögum og mannréttindum. Guðlaugur Þór ávarpar einnig ráðherrafund um orkumál 24. september, en í tilkynningunni segir að Ísland hafi tekið virkan þátt í undirbúningi fundarins „sem sérstakur málsvari sjálfbærrar orkunýtingar og jafnréttis“. Joe Biden Bandaríkjaforseti ávarpaði allsherjarþingið í New York í dag og lagði mikla áherslu á samvinnu milli ríkja heimsins sem standa frammi fyrir mörgum sameiginlegum áskorunum.
Utanríkismál Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir Biden lagði áherslu á samvinnu í skugga deilna við bandamenn Joe Biden Bandaríkjaforseti sagði þjóðir heims þurfa að vinna saman sem aldrei fyrr í fyrsta ávarpi sínu á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í dag. Kastast hefur í kekki á milli Bandaríkjastjórnar og hefðbundinna bandalagsríkja vegna brotthvarfsins frá Afganistan og umdeilds kafbátasamnings við Ástrali. 21. september 2021 14:52 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Eldgos geti hafist hvenær sem er Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Fleiri fréttir Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Eldgos geti hafist hvenær sem er Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Sjá meira
Biden lagði áherslu á samvinnu í skugga deilna við bandamenn Joe Biden Bandaríkjaforseti sagði þjóðir heims þurfa að vinna saman sem aldrei fyrr í fyrsta ávarpi sínu á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í dag. Kastast hefur í kekki á milli Bandaríkjastjórnar og hefðbundinna bandalagsríkja vegna brotthvarfsins frá Afganistan og umdeilds kafbátasamnings við Ástrali. 21. september 2021 14:52
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels