Kristrún hafi ákveðið að búa til eigið leikrit Snorri Másson skrifar 21. september 2021 18:48 Kristrún Frostadóttir frambjóðandi Samfylkingarinnar og Andrés Jónsson almannatengill. Vísir Deildar meiningar eru um viðbrögð Kristrúnar Frostadóttur við umfjöllun Viðskiptablaðsins og Morgunblaðsins um hagnað hennar af kaupréttarauka í samningi hennar hjá Kviku banka. Leikrit segir einn, vitlaust spilað segir annar en gullið tækifæri til að tala til síns hóps segir sá þriðji. Málið var til umræðu í Pallborðinu á Vísi í dag. Kristrún Frostadóttir birti langa færslu í gær þar sem hún sakaði Morgunblaðið og Viðskiptablaðið um samantekin ráð gegn sér. Þar var hún að vísa til umfjöllunar Viðskiptablaðsins um sérstakan kaupréttarauka sem henni var veittur ásamt fáum öðrum starfsmönnum Kviku banka á sínum tíma. Í frétt Viðskiptablaðsins segir að Kristrún hafi ekki brugðist við fyrirspurnum blaðsins um málið. Hún gagnrýndi blaðið síðan harðlega fyrir að reyna að tortryggja störf hennar vegna þessa. Rætt er um málið frá sjöundu mínútu í Pallborði dagsins sem sjá má hér að neðan: „Ég fékk ekki 1 kr. í kaupaukagreiðslu frá Kviku og borgaði fyrir mína eigin fjárfestingu í félaginu, takk fyrir mig. Fjárfesting sem kom vel út eins og víða á hlutabréfamarkaði síðustu ár. Síðast þegar ég vissi mega fleiri en Sjálfstæðismenn taka þátt á hlutabréfamarkaði,“ skrifaði Kristrún. Andrés Jónsson almannatengill líkti atburðarásinni við leikrit af hálfu beggja. „Hún ákveður væntanlega ekki að vera hluti í því leikriti, þannig að hún býr til sitt eigið leikrit á sínum samfélagsmiðli. Það er verið að skylmast,“ sagði Andrés. Máni Pétursson sagði viðbrögðin til marks um óeðlilega afstöðu stjórnmálamanna til fjölmiðla. Gríðarleg hræsni hjá Kristrúnu, sagði Máni Pétursson.Vísir/Vilhelm „Hræsnin í þessu, sorry to say, er gríðarlega mikil. Þú getur alveg svarað blaðamanninum. En málið er hins vegar er að þetta er ekkert mál, en Kristrún Frostadóttir er að spila það vitlaust,“ sagði Máni. Svanhildur Hólm sagði eðlilegt að taka fjárfestinguna til umfjöllunar en að ekkert hafi verið í umfjöllun dagblaðanna sem ætti að varpa rýrð á Kristrúnu. „Hún fær auðvitað það út úr þessu sem hún ætlar sér sem er mikil umfjöllun og mikil athygli. Hún fær sitt fólk með sér. Þú ert að smala liðinu þínu saman. Hér er eitthvað ósanngjarnt að gerast, það er að beinast að mér og svona svara ég, og ég geri það með sleggju. Þið takið mig ekki niður,“ sagði Svanhildur. Pallborðið Samfélagsmiðlar Auglýsinga- og markaðsmál Alþingiskosningar 2021 Samfylkingin Tengdar fréttir Sakar Viðskiptablaðið og Morgunblaðið um samantekin ráð gegn sér Kristrún Frostadóttir, oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi suður, sakar Morgunblaðið og Viðskiptablaðið um samantekin ráð til að gera lítið úr jafnaðarmannaskoðunum hennar. Fjölmiðlarnir tveir hafa fjallað um kauprétt sem hún nýtti sér á hlutabréfum í Kviku banka. 20. september 2021 14:55 „Þið fáið ekki að kúga mig og fleiri konur“ Kristrún Frostadóttir hagfræðingur og frambjóðandi Samfylkingarinnar, sakar nafnlausa dálkahöfunda Viðskiptablaðsins um að gera markvisst lítið úr konum og taka þátt í að skapa fjandsamlegt umhverfi fyrir þær sem láti á sér kveða í efnahagsmálaumræðu. 8. júlí 2021 23:47 Fékk kökk í hálsinn yfir „bestu auglýsingunni“: Trúverðugt að Katrín sé komin í þvottahúsið Álitsgjafar Pallborðsins voru á einu máli um ágæti sjónvarpsauglýsingar Vinstri grænna, þar sem daglegt líf frambjóðenda flokksins er í forgrunni við tilfinningaþrungið undirspil íslenskrar tónlistar. 21. september 2021 17:38 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fleiri fréttir Stórbruni í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Sjá meira
Kristrún Frostadóttir birti langa færslu í gær þar sem hún sakaði Morgunblaðið og Viðskiptablaðið um samantekin ráð gegn sér. Þar var hún að vísa til umfjöllunar Viðskiptablaðsins um sérstakan kaupréttarauka sem henni var veittur ásamt fáum öðrum starfsmönnum Kviku banka á sínum tíma. Í frétt Viðskiptablaðsins segir að Kristrún hafi ekki brugðist við fyrirspurnum blaðsins um málið. Hún gagnrýndi blaðið síðan harðlega fyrir að reyna að tortryggja störf hennar vegna þessa. Rætt er um málið frá sjöundu mínútu í Pallborði dagsins sem sjá má hér að neðan: „Ég fékk ekki 1 kr. í kaupaukagreiðslu frá Kviku og borgaði fyrir mína eigin fjárfestingu í félaginu, takk fyrir mig. Fjárfesting sem kom vel út eins og víða á hlutabréfamarkaði síðustu ár. Síðast þegar ég vissi mega fleiri en Sjálfstæðismenn taka þátt á hlutabréfamarkaði,“ skrifaði Kristrún. Andrés Jónsson almannatengill líkti atburðarásinni við leikrit af hálfu beggja. „Hún ákveður væntanlega ekki að vera hluti í því leikriti, þannig að hún býr til sitt eigið leikrit á sínum samfélagsmiðli. Það er verið að skylmast,“ sagði Andrés. Máni Pétursson sagði viðbrögðin til marks um óeðlilega afstöðu stjórnmálamanna til fjölmiðla. Gríðarleg hræsni hjá Kristrúnu, sagði Máni Pétursson.Vísir/Vilhelm „Hræsnin í þessu, sorry to say, er gríðarlega mikil. Þú getur alveg svarað blaðamanninum. En málið er hins vegar er að þetta er ekkert mál, en Kristrún Frostadóttir er að spila það vitlaust,“ sagði Máni. Svanhildur Hólm sagði eðlilegt að taka fjárfestinguna til umfjöllunar en að ekkert hafi verið í umfjöllun dagblaðanna sem ætti að varpa rýrð á Kristrúnu. „Hún fær auðvitað það út úr þessu sem hún ætlar sér sem er mikil umfjöllun og mikil athygli. Hún fær sitt fólk með sér. Þú ert að smala liðinu þínu saman. Hér er eitthvað ósanngjarnt að gerast, það er að beinast að mér og svona svara ég, og ég geri það með sleggju. Þið takið mig ekki niður,“ sagði Svanhildur.
Pallborðið Samfélagsmiðlar Auglýsinga- og markaðsmál Alþingiskosningar 2021 Samfylkingin Tengdar fréttir Sakar Viðskiptablaðið og Morgunblaðið um samantekin ráð gegn sér Kristrún Frostadóttir, oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi suður, sakar Morgunblaðið og Viðskiptablaðið um samantekin ráð til að gera lítið úr jafnaðarmannaskoðunum hennar. Fjölmiðlarnir tveir hafa fjallað um kauprétt sem hún nýtti sér á hlutabréfum í Kviku banka. 20. september 2021 14:55 „Þið fáið ekki að kúga mig og fleiri konur“ Kristrún Frostadóttir hagfræðingur og frambjóðandi Samfylkingarinnar, sakar nafnlausa dálkahöfunda Viðskiptablaðsins um að gera markvisst lítið úr konum og taka þátt í að skapa fjandsamlegt umhverfi fyrir þær sem láti á sér kveða í efnahagsmálaumræðu. 8. júlí 2021 23:47 Fékk kökk í hálsinn yfir „bestu auglýsingunni“: Trúverðugt að Katrín sé komin í þvottahúsið Álitsgjafar Pallborðsins voru á einu máli um ágæti sjónvarpsauglýsingar Vinstri grænna, þar sem daglegt líf frambjóðenda flokksins er í forgrunni við tilfinningaþrungið undirspil íslenskrar tónlistar. 21. september 2021 17:38 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fleiri fréttir Stórbruni í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Sjá meira
Sakar Viðskiptablaðið og Morgunblaðið um samantekin ráð gegn sér Kristrún Frostadóttir, oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi suður, sakar Morgunblaðið og Viðskiptablaðið um samantekin ráð til að gera lítið úr jafnaðarmannaskoðunum hennar. Fjölmiðlarnir tveir hafa fjallað um kauprétt sem hún nýtti sér á hlutabréfum í Kviku banka. 20. september 2021 14:55
„Þið fáið ekki að kúga mig og fleiri konur“ Kristrún Frostadóttir hagfræðingur og frambjóðandi Samfylkingarinnar, sakar nafnlausa dálkahöfunda Viðskiptablaðsins um að gera markvisst lítið úr konum og taka þátt í að skapa fjandsamlegt umhverfi fyrir þær sem láti á sér kveða í efnahagsmálaumræðu. 8. júlí 2021 23:47
Fékk kökk í hálsinn yfir „bestu auglýsingunni“: Trúverðugt að Katrín sé komin í þvottahúsið Álitsgjafar Pallborðsins voru á einu máli um ágæti sjónvarpsauglýsingar Vinstri grænna, þar sem daglegt líf frambjóðenda flokksins er í forgrunni við tilfinningaþrungið undirspil íslenskrar tónlistar. 21. september 2021 17:38