Innlent

Gera Freyju út frá Siglufirði

Samúel Karl Ólason skrifar
242631904_4779725358715593_7554407500961082970_n

Landhelgisgæsla Íslands hefur gert samning um kaup á varðskipinu Freyju af Offshore Support GmbH. Skipið var smíðað árið 2010 og hefur undanfarin ár verið notað til að þjónusta olíuiðnaðinni. Það verður gert út frá Siglufirði.

Landhelgisgæslan og Ríkiskaup efndu til útboðs fyrr á árinu og bárust fimm tilboð. Í tilkynningu frá LHG segir að einungis tvo þeirra hafi verið gild og lægra tilboðinu hafi verið tekið.

Varðskipið Freyja verður 86 metra langt og tuttugu metra breitt. Það verður afhent í október en kaupverðið er rúmir 1,7 milljarðar króna.

Með kaupunum mun Landhelgisgæslan hafa tvö öflug varðskip, sérútbúin fyrir löggæslu leit og björgun á krefjandi hafsvæðum við Ísland. Í tilkynningunni segir að Freyja verði að miklu leyti sambærilegt varðskipinu Þór varðandi stærð og aðbúnað. Það búi þó  yfir mun meiri dráttar- og björgunargetu en Þór.

Forsvarsmenn Landhelgisgæslunnar og dómsmálaráðuneytisins tóku þá ákvörðun um að heimahöfn Freyju verði Siglufjörður. Þór verður áfram gerður út frá Reykjavík.

 „Þessari ráðstöfun er ætlað að tryggja öryggi sjófarenda, landsmanna og auðlinda í hafi á sem bestan máta. Með auknum skipaferðum um norðurslóðir fjölgar ferðum stórra flutninga- og olíuskipa með austur- og norðurströndum landsins. Útlit er fyrir að ferðum skemmtiferðaskipa fjölgi einnig og þarf ekki að fjölyrða um þær hættur sem lífríkinu er búin ef eitthvað hendir eitt af þessum skipum. Þá geta klukkustundir til eða frá skipt sköpum,“ segir í tilkynningunni frá Landhelgisgæslunni.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.