Innlent

Bílar festast í óveðrinu

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Þessi mynd var tekin rétt fyrir utan Bíldudal á öðrum tímanum í dag.
Þessi mynd var tekin rétt fyrir utan Bíldudal á öðrum tímanum í dag. Aðsend

Nokkuð hefur verið um það að bílar hafi fests í snjókomu á sunnanverðum Vestfjörðum nú eftir hádegi en björgunarsveitir þar sinna nú nokkrum slikum útköllum. Óveðrið sem gengur yfir landið skall á af alvöru eftir hádegi, að sögn Davíðs Más Bjarnasonar, upplýsingafulltrúa Landsbjargar.

Þá hafa björgunarsveitir í Vestmannaeyjum farið í útköll vegna foktjóns en þar hafa lausamunir og þakklæðningar fokið í snörpum vindhviðum. Aðgerðastjórn hefur jafnframt verið virkjuð á höfuðborgarsvæðinu, þar sem reiknað er með að veðrið nái hámarki síðdegis. 

Íþróttafélög á höfuðborgarsvæðinu, til að mynda Valur og Þróttur, hafa jafnramt fellt niður útiæfingar yngri flokka í dag vegna veðurs.


Tengdar fréttir

Lands­menn varaðir við ó­nauð­syn­legum ferða­lögum

Appelsínugular veðurviðvaranir eru í gildi víðast hvar á landinu, nema á Norðurlandi og í Breiðafirði þar sem gular viðvaranir eru í gildi. Um er að ræða aðra haustlægðina sem gengur yfir landið. Búast má við miklum vindum og snörpum vindhviðum, einkum við fjöll og háhýsi og fólk varað við því að ferðast milli landshluta.

Spá allt að 40 m/s undir Eyjafjöllum

Appelsínugular viðvaranir eru í gildi fyrir stóran hluta landsins í dag og gul viðvörun á Breiðafirði og á Norðurlandi. Fólk er varað frá því að vera á ferðinni og þá ráðleggur Veðurstofa landsmönnum að ganga frá lausamunum. Á Suðurlandi má gera ráð fyrir talsverðri rigningu með tilheyrandi vatnavöxtum.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.