Innlent

Hölluðust að því að Flokkur fólksins væri sigur­vegari kosninga­bar­áttunnar

Snorri Másson skrifar
Gestir Pallborðsins í dag voru þau Svanhildur Hólm, Máni Pétursson og Andrés Jónsson.
Gestir Pallborðsins í dag voru þau Svanhildur Hólm, Máni Pétursson og Andrés Jónsson. Vísir/Vilhelm

Í Pallborðinu í dag var punktstaðan tekin í kosningabaráttunni, spáð í spilin fyrir næstu daga og um leið litið um öxl og farið yfir frammistöðu hvers flokks fyrir sig hingað til. 

Í baráttunni, sem að margra mati hefur verið heldur tíðindalítil, hefur þó ýmislegt forvitnilegt komið við sögu, allt frá hoppuköstulum og hráu hakki til misklókra slagorða og stóryrtra yfirlýsinga.

Þau Andrés Jónsson almannatengill, Svanhildur Hólm Valsdóttir, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs og þar til fyrir skemmstu aðstoðarmaður fjármálaráðherra, og loks Máni Pétursson fjölmiðlamaður mættu í myndverið og fóru yfir málin í Pallborðinu.

Álitsgjafarnir lýstu meðal annars yfir ánægju með Flokk fólksins þegar kosningabaráttan er skoðuð í heild, en sá flokkur þótti hafa rekið best skipulögðu herferðina á samfélagsmiðlum.

Hægt er að sjá þáttinn hér fyrir neðan.

Klippa: Pallborðið - Hvað stendur upp úr í kosningabaráttunni?


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.