Innlent

Verður Sveitarfélagið Suðurland til eftir 25. september?

Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar
Anton Kári Halldórsson, formaður sameiningarnefndarinnar en hann er jafnframt oddviti Rangárþings eystra.
Anton Kári Halldórsson, formaður sameiningarnefndarinnar en hann er jafnframt oddviti Rangárþings eystra. Magnús Hlynur Hreiðarsson

Íbúar í fimm sveitarfélögum í Rangárvalla og Vestur-Skaftafellssýslu munu kjósa um sameiningu sveitarfélaganna samhliða alþingiskosningunum 25. september. Verði sameiningin samþykkti verður til víðfeðmasta sveitarfélag landsins, sem myndi ná yfir sextán prósent af flatarmáli landsins

Sveitarfélögin sem um ræðir eru Skaftárhreppur, Rangárþing ytra, Rangárþing eystra, Ásahreppur og Mýrdalshreppur. Íbúar sveitarfélaganna eru um 5.400 í dag og vinnuheiti á nafni nýja sveitarfélagsins verður sameiningin samþykkt er Sveitarfélagið Suðurland.

„Ég hef ekki hugmynd um það hvað íbúar gera í kosningunni. Eina vænting mín til þess er að íbúar kynni sér málið og taki upplýsta ákvörðun og þá held ég að markmiðum okkar séð náð. Þetta verður stórt og öflug sveitarfélag og framtíðin er björt fyrir þetta sveitarfélag ef að það verður af sameiningu,“ segir Anton Kári Halldórsson, formaður sameiningarnefndarinnar.

Sveitarfélagið yrði landstærsta sveitarfélagsins landsins eða yfir 16 þúsund ferkílómetrar.

En hvað græða íbúar ef þeir segja já við sameiningunni?

Sveitarfélögin þrjú í Rangárvallasýslu, Rangárþing ytra, Rangárþing eystra og Ásahreppur munu sameinast verði sameiningin samþykkt, auk Mýrdalshrepps og Skaftárhrepps, sem eru í V-Skaftafellsýslu.Magnús Hlynur Hreiðarsson

„Hagurinn er margvíslegur. Við stöndum sterkari, meiri fagmennska, meiri sérhæfing og eigum kannski auðveldara með að vinna þau verkefni, sem okkur eru falin í þjónustu við íbúa,“ segir Anton Kári.

En ókostirnir, hverjir eru þeir?

„Við vitum náttúrulega ekki alveg hvað við fáum. Við vitum hvar við stöndum í dag, sveitarfélögin eru sterk og stæðileg í dag en þetta kemur í rauninni bara í ljós. Markmiðið er að fólk kynni sér málið og kjósi, það viljum við.“



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×