Af þeim sem greindust smitaðir í gær voru ellefu í sóttkví við greiningu en fjórtán utan sóttkvíar, að því er kemur fram á Covid.is, upplýsingavef landlæknis og almannavarna.
Nítján greindust smitaðir á laugardag (fimm í sóttkví en fjórtán utan sóttkvíar) og 23 á föstudag (ellefu í sóttkví en tólf utan).
Nú eru 309 manns í einangrun og 992 í sóttkví. Fólki í sóttkví hefur fjölgað um meira en tvö hundruð frá því á fimmtudag. Þá eru 296 í skimunarsóttkví.
Níu manns eru enn á sjúkrahúsi og tveir á gjörgæslu. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, sagði í útvarpsviðtali í morgun að tveir hefðu verið í öndunarvél fyrir helgi, einn á fertugsaldri en annar eldri.