Innlent

Kosninga­bar­áttan, mál­efni aldraðra og mennta­mál í Sprengi­sandi

Eiður Þór Árnason skrifar
Sprengisandur hefst klukkan 10.
Sprengisandur hefst klukkan 10.

Kosningarnar eru í brennidepli í þessum síðasta þætti Sprengisands á Bylgjunni fyrir kosningarnar 25. september.

Halldór Benjamín Þorbergsson og Drífa Snædal mæta fyrst til Kristjáns Kristjánssonar en Samtök atvinnulífsins og ASÍ hafa verið áberandi í kosningabaráttunni.

Næst munu blaðamennirnir Sigmundur Ernir Rúnarsson og Andrés Magnússon skiptast á skoðunum um stöðuna eins og hún blasir við, vinstri bylgjuna sem virðist í kortunum og skýringar hennar.

Hægt er að hlusta á þáttinn í beinni útsendingu í spilaranum hér fyrir neðan. Eftir þáttinn munu upptökur af viðtölunum birtast á útvarpsvef Vísis.

Gylfi Magnússon prófessor kemur svo til að fjalla um þjónustu við aldraða og lífeyrismál, einn helsta málaflokk samtímans,

Í lok þáttar kemur Ragnar Þór Pétursson, fráfarandi formaður Kennarasambands Íslands, til Kristjáns en athygli vekur að menntamál hafa verið lítið áberandi í umræðunni.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×