Lífið

Íslenska Eurovision-barnið fætt

Árni Sæberg skrifar
Daði Freyr og Árný Fjóla fagna án efa nú líkt og þau gerðu í Rotterdam í maí.
Daði Freyr og Árný Fjóla fagna án efa nú líkt og þau gerðu í Rotterdam í maí.

Eurovisionfararnir Daði Freyr Pétursson og Árný Fjóla Ásmundsdóttir eignuðust sitt annað barn í dag.

Daði Freyr tilkynnti fæðingu barnsins með færslu á Twitter rétt í þessu.

Árný Fjóla bar barnið undir belti þegar hjónin stigu á svið í Rotterdam í maí ásamt Gagnamagninu og því er óhætt að segja að um sannkallað Eurovison-barn sé að ræða.

Líkt og gefur að skilja hefur hamingjuóskum rignt yfir hjónin.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.