Fótbolti

Birkir og Balot­elli á skotskónum í sigri

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Birkir Bjarnason var á skotskónum í dag.
Birkir Bjarnason var á skotskónum í dag. @AdsKulubu

Liðsfélagarnir Birkir Bjarnason og Mario Balotelli skoruðu sitthvort markið í 3-1 sigir Adana Demirspor á Rizespor í tyrknesku úrvalsdeildinni.

Heimamenn í Demirspor komust yfir með marki Mario Balotelli úr vítaspyrnu eftir rétt rúmlega hálftíma leik. Matias Vargas tvöfaldaði forystu heimamanna og þar við sat í fyrri hálfleik, staðan 2-0.

Fernando Boldrin minnkaði muninn í 2-1 áður en Birkir Bjarnason tryggði heimamönnum 3-1 sigur með marki á 66. mínútu. Samkvæmt uppstillingu Demirspor lék Birkir í holunni á bakvið Balotelli, spilaði hann allar 90 mínútur leiksins.

Var þetta fyrsti sigur Demirspor á leiktíðinni, liðið er með fimm stig að loknum fimm leikjum og situr í 15. sæti.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.