Erlent

Norskur ráð­herra: Segir af sér vegna skattak­landurs

Þorgils Jónsson skrifar
Kjell Ingolf Ropstad, sem hér sést hægra megin við Ernu Solberg forsætisráðherra, sagði af sér embætti sem barnamálaráðherra og formanns Kristilega þjóðarflokksins í dag. Hann hafði orðið uppvís af skattamisferli.
Kjell Ingolf Ropstad, sem hér sést hægra megin við Ernu Solberg forsætisráðherra, sagði af sér embætti sem barnamálaráðherra og formanns Kristilega þjóðarflokksins í dag. Hann hafði orðið uppvís af skattamisferli. Mynd

Kjell Ingolf Ropstad, barna-. fjölskyldu og kirkjumálaráðherra og formaður Kristilega þjóðarflokksins (KrF) í Noregi, sagði af sér á blaðamannafundi í morgun eftir að fjölmiðlar höfðu flett ofan af skattamisferli hans.

Ropstad fékk, sem þingmaður, niðurgreiðslu á húsnæði í Osló og taldi fram leigugreiðslur til foreldra sinna þar sem hann gisti á æskuheimili sínu. Síðar kom í ljós að hann hafði sannarlega ekki greitt foreldrum sínum krónu, og þannig komist undan því að greiða 175.000 norskar krónur í skatt, sem nemur hátt í þremur milljónum íslenskra króna.

Flokkur hans fékk harða útreið í nýafstöðnum kosningum og ljóst að samsteypustjórn Ernu Solberg er fallin og vinstri stjórn er í kortunum. Eftir að misferli Ropstads lá fyrir steig hann fram í gær og baðst afsökunar, en ætlaði að sitja sem fastast, bæði á ráðherrastól og sem formaður. ´

Í morgun var hins vegar komið annað hljóð í strokkinn og Ropstad tilkynnti um afsögn.

„Það er rétt rúmur sólarhringur síðan ég stóð hér síðast. Í gær fannst mér mikilvægast að biðjast afsökunar. Síðasta sólarhring hef ég fengið tóm til að andarólega, stíga eitt skref til baka og íhuga stöðuna fyrir flokkinn, mína nánustu og sjálfan mig,“ sagði hann og bætti við að hann hafði fundið stuðning flokksfélaga sinna, en rétt væri að annar tæki nú við keflinu.

Hann hafi einnig tilkynnt forsætisráðherra afsögn úr ráðherrastóli, í gærkvöldi.

„Hún sýndi því skilning. Ég vil þakka Ernu Solberg fyrir traustið sem hún hefur sýnt mér. Það var heiður að fá að sitja í ríkisstjórn og ég er stoltur af framlagi KrF.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.