Fótbolti

Pelé laus af gjörgæslu

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Pelé varð þrisvar sinnum heimsmeistari með brasilíska landsliðinu.
Pelé varð þrisvar sinnum heimsmeistari með brasilíska landsliðinu. mynd/julien

Brasilíska knattspyrnugoðsögnin Pelé er laus af gjörgæslu eftir að hann gekkst undir aðgerð til að fjarlægja æxli úr ristli hans.

Æxlið sem um ræðir var fjarlægt fyrr í þessum mánuði, en Pelé var upphaflega útskrifaður af gjörgæslu síðasta miðvikudag. Hann var svo lagður inn aftur í stutta stund vegna „fyrirbyggjandi aðgerða vegna aldurs,“ eins og spítalinn orðaði það.

Þessi áttræði fyrrum knattspyrnumaður segir á Instagram síðu sinni að hann sé að jafna sig, og að hann sé á góðum stað í bataferlinu.

„Í dag fékk ég heimsóknir frá fjölskyldu minni og ég held áfram að brosa á hverjum degi,“ skrifaði Pelé. „Takk fyrir alla þá ást sem að ég fæ frá ykkur.“


Tengdar fréttir

Styttist í að Pelé losni af gjörgæslu

Brasilíska goðsögnin Pelé losnar af gjörgæslu í dag eða á morgun eftir að hann gekkst undir aðgerð til að fjarlægja æxli úr ristli hans.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.