MK bannar böll vegna viðbjóðslegrar umgengni Snorri Másson skrifar 17. september 2021 21:29 Halla Margrét Hilmarsdóttir er formaður Nemendafélags Menntaskólans í Kópavogi. Stöð 2 Nemendur við Menntaskólann í Kópavogi eru vonsviknir og horfa öfundaraugum til annarra framhaldsskóla, sem fá loks að halda böll. Í MK eru böllin enn þá bönnuð. Ástæðan er ekki lengur sóttvarnir, heldur eru skólastjórnendur að refsa nemendum fyrir yfirgengilega slæma umgengni nýnema. Frá skólabyrjun hefur umgengni verið hin versta og skólastjórnendum er hætt að lítast á blikuna. Það fyllti síðan mælinn í upphafi viku búið var að leggja heilu baðherbergin í rúst með veggjakroti og öðrum ógeðfelldari skemmdarverkum. Jafnvel sáust ummerki þess að nemendur hefðu gengið örna sinna þar inni án þess að ganga alls kostar úr skugga um að úrgangurinn rataði ofan í klósett. Staðfest er að migið var í ruslatunnur. Fréttastofa kíkti í heimsókn í MK í dag: Þar að auki hefur sprittstöndum verið stolið, sem er í ætt við þjófnaðarfaraldur sem riðið hefur húsum í grunnskólum landsins, innblásinn af TikTok. Það ríkir sem sagt ófremdarástand í MK og stjórnendur skólans hafa gripið til sinna ráða: Engin böll þar til nemendur bæta ráð sitt, allir. Sjá einnig: „Kennarar ráðalausir vegna víðtæks en óskiljanlegs þjófnaðar“ Guðríður Eldey Arnardóttir, skólameistari MK, segir að skólastjórnendum hafi verið nóg boðið þegar komið var í skólann á mánudaginn. Því hafi verið gripið til aðgerða. „Við treystum okkur bara ekki til að heimila til dæmis skólaböll sem eru haldin utan skóla, þar sem við erum að leigja sali úti í bæ, á meðan við getum ekki treyst því að umgengnin verði óaðfinnanleg,“ segir Guðríður. En hver gengur svona illa um? Aðallega nýnemar, segir formaður skólafélagsins, Halla Margrét Hilmarsdóttir. Henni finnst ósanngjarnt að öllum sé refsað fyrir hegðun af hálfu eins hóps. Skólastjórinn segir þó að nemendur þurfi bara að átta sig á að þau sem hópur þurfi að leiðrétta hvert annað ef eitthvert þeirra misstígur sig. Ef umgengnin batni, geti böll hafist á ný, en fyrr ekki. Fréttastofa ræddi við Birgi Ara Óskarsson, sem er á öðru ári en hefur aldrei farið á ball. Hann sagði þessar aðgerðir ósanngjarnar, enda væri umgengni hans sjálfs til dæmis til fyrirmyndar. „Ég vil mjög mikið fara á ball,“ sagði Birgir. Hér að neðan má sjá umfjöllun frá því fyrr í vikunni um þjófnaðarfaraldurinn í Rimaskóla. Hann virðist ekki í rénun, ef marka má nýjustu tíðindi úr menntaskólum landsins. Kópavogur Skóla - og menntamál Framhaldsskólar Mest lesið Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira
Frá skólabyrjun hefur umgengni verið hin versta og skólastjórnendum er hætt að lítast á blikuna. Það fyllti síðan mælinn í upphafi viku búið var að leggja heilu baðherbergin í rúst með veggjakroti og öðrum ógeðfelldari skemmdarverkum. Jafnvel sáust ummerki þess að nemendur hefðu gengið örna sinna þar inni án þess að ganga alls kostar úr skugga um að úrgangurinn rataði ofan í klósett. Staðfest er að migið var í ruslatunnur. Fréttastofa kíkti í heimsókn í MK í dag: Þar að auki hefur sprittstöndum verið stolið, sem er í ætt við þjófnaðarfaraldur sem riðið hefur húsum í grunnskólum landsins, innblásinn af TikTok. Það ríkir sem sagt ófremdarástand í MK og stjórnendur skólans hafa gripið til sinna ráða: Engin böll þar til nemendur bæta ráð sitt, allir. Sjá einnig: „Kennarar ráðalausir vegna víðtæks en óskiljanlegs þjófnaðar“ Guðríður Eldey Arnardóttir, skólameistari MK, segir að skólastjórnendum hafi verið nóg boðið þegar komið var í skólann á mánudaginn. Því hafi verið gripið til aðgerða. „Við treystum okkur bara ekki til að heimila til dæmis skólaböll sem eru haldin utan skóla, þar sem við erum að leigja sali úti í bæ, á meðan við getum ekki treyst því að umgengnin verði óaðfinnanleg,“ segir Guðríður. En hver gengur svona illa um? Aðallega nýnemar, segir formaður skólafélagsins, Halla Margrét Hilmarsdóttir. Henni finnst ósanngjarnt að öllum sé refsað fyrir hegðun af hálfu eins hóps. Skólastjórinn segir þó að nemendur þurfi bara að átta sig á að þau sem hópur þurfi að leiðrétta hvert annað ef eitthvert þeirra misstígur sig. Ef umgengnin batni, geti böll hafist á ný, en fyrr ekki. Fréttastofa ræddi við Birgi Ara Óskarsson, sem er á öðru ári en hefur aldrei farið á ball. Hann sagði þessar aðgerðir ósanngjarnar, enda væri umgengni hans sjálfs til dæmis til fyrirmyndar. „Ég vil mjög mikið fara á ball,“ sagði Birgir. Hér að neðan má sjá umfjöllun frá því fyrr í vikunni um þjófnaðarfaraldurinn í Rimaskóla. Hann virðist ekki í rénun, ef marka má nýjustu tíðindi úr menntaskólum landsins.
Kópavogur Skóla - og menntamál Framhaldsskólar Mest lesið Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira