Fótbolti

Brotist inn á heimili Reece James á meðan hann spilaði í Meistaradeildinni

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Brotist var inn á heimili Reece James síðastliðinn þriðjadag.
Brotist var inn á heimili Reece James síðastliðinn þriðjadag. Darren Walsh/Chelsea FC via Getty Images

Brotist var inn á heimili Reece James, bakvarðar Evrópumeistara Chelsea, á meðan hann spilaðui með liðinu gegn Zenit frá Pétursborg í Meistaradeild Evrópu síðasta þriðjudag.

James greinir frá þessu á Instagram síðu sinni, en þar kemur fram að sem betur fer hafi enginn verið inni á heimilinu á meðan að ránið átti sér stað, og að hann sé öruggur.

Ræningjarnir höfðu með sér á brott öryggisskáp sem meðal annars innihélt verðlaunapeninga. Silfurmedalían frá EM og gullmedalíurnar frá úrslitaleik Meistaradeildarinnar og Ofurbikar Evrópu eru því horfnar.

James vonast eftir að endurheimta verðlaunapeningana og biðlar til þeirra sem hafa einhverjar upplýsingar að koma þeim til lögreglu, en segir að afrek sín verði aldrei tekin af sér.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.