Erlent

Gaf sig fram eftir 29 ár á flótta

Atli Ísleifsson skrifar
Hinn 64 ára Desic hafði sofið á ströndinni síðustu vikurnar þar til að hann ákvað að líf á bak við lás og slá væri betri tilhugsun en að vera heimilislaus.
Hinn 64 ára Desic hafði sofið á ströndinni síðustu vikurnar þar til að hann ákvað að líf á bak við lás og slá væri betri tilhugsun en að vera heimilislaus. Lögregla í NSW/Getty

Maður sem flúði úr áströlsku fangelsi fyrir nærri þrjátíu árum hefur gefið sig fram við lögreglu eftir að hann missti heimili sitt í kjölfar faraldurs kórónuveirunnar.

Darko Desic tókst að flýja úr Grafton-fangelsinu í Nýju Suður-Wales í byrjun ágúst 1992 þar sem hann notaðist járnsagarblaði og klippum.

Desic hafði afplánað þrettán mánuði af þriggja og hálfs árs dómi sem hann hlaut fyrir kannabisræktun þegar hann flúði. Eftir víðtæka lögreglu tókst ekki að hafa hendur í hári Desic.

Í frétt ABC segir frá því að heimildarmenn með tengsl við rannsóknina segja Desic hafa flúið til norðurstrandar Ástralíu þar sem hann hafi starfað sem iðnaðarmaður og þúsundþjalasmiður síðustu árin. Hafi hann búið í bænum Avalon en átt í vandræðum með að borga fyrir leigu eftir að verkefnum fækkaði vegna faraldurs kórónuveirunnar.

Hinn 64 ára Desic hafði sofið á ströndinni síðustu vikurnar þar til að hann hafi ákveðið að líf á bakvið lás og slá væri betri tilhugsun en að vera heimilislaus. 

Hann hafi því ákveðið að gefa sig fram við lögreglu í bænum Dee Why síðastliðinn sunnudag. 

Desic hefur nú verið ákærður fyrir flóttann og mun mæta fyrir dómara síðar í þessum mánuði.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×