Lögmaður Andrésar segir samkomulag Giuffre og Epstein fría prinsinn ábyrgð Hólmfríður Gísladóttir skrifar 14. september 2021 09:13 Stækkuð mynd af Andrési og Giuffre. Á myndinni sést einnig Ghislaine Maxwell, sem hefur verið sökuð um að sjá Epstein og vinum hans fyrir ungum stúlkum. Getgátur eru uppi um að Epstein sjálfur hafi tekið myndina. Lögmaður Andrésar, hertogans af York, segir kæru Virginiu Giuffre á hendur prinsinum rakalausa og óframfylgjanlega. Hann segir sátt Giuffre við Jeffrey Epstein leysa Andrés undan allri ábyrgð og þá hafi honum ekki verið birt stefna með réttum hætti. Giuffre hefur löngum haldið því fram að hún hafi verið neydd til þess að stunda kynlíf með Andrési þegar hún var undir lögaldri og þá hafi prinsinn vitað að hún væri fórnarlamb mansals. Segir hún Andrés hafa brotið gegn sér að minnsta kosti þrisvar sinnum. Andrés og fjárfestirinn Epstein voru vinir en síðarnefndi svipti sig lífi í fangelsi í New York. Giuffre hefur nú kært Andrés fyrir kynferðisbrot en þar sem málið er einkamál en ekki refsimál er útilokað að prinsinn verði framseldur. Hann hefur staðfastlega neitað því að hafa brotið gegn Giuffre og sagst ekki muna eftir henni, jafnvel þótt fræg mynd sé til af þeim saman. Andrew Brettler, lögmaður Andrésar, hefur óskað eftir afriti af samkomulagi Giuffre og Epstein frá 2009 en hann segir það fría prinsinn allri mögulegri ábyrgð. Þá segir hann prinsinum ekki hafa verið birt stefna með lögformlegum hætti. Dómarinn í málinu, Lewis Kaplan, hafnaði þeim staðhæfingum Brettler að það væri undir Hæstarétti Bretlands komið hvernig birta ætti stefnuna en gaf David Boise, lögmanni Giuffre, viku til að gera það með réttum hætti. Lögmenn Giuffre sögðust telja hafa gert það nú þegar en stefnan hefði verið látin í hendur lögreglumanns sem stóð vörð við heimili Andrésar í Windsor. Mál Jeffrey Epstein Kóngafólk Bretland Bandaríkin Mál Andrésar prins Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Sjá meira
Giuffre hefur löngum haldið því fram að hún hafi verið neydd til þess að stunda kynlíf með Andrési þegar hún var undir lögaldri og þá hafi prinsinn vitað að hún væri fórnarlamb mansals. Segir hún Andrés hafa brotið gegn sér að minnsta kosti þrisvar sinnum. Andrés og fjárfestirinn Epstein voru vinir en síðarnefndi svipti sig lífi í fangelsi í New York. Giuffre hefur nú kært Andrés fyrir kynferðisbrot en þar sem málið er einkamál en ekki refsimál er útilokað að prinsinn verði framseldur. Hann hefur staðfastlega neitað því að hafa brotið gegn Giuffre og sagst ekki muna eftir henni, jafnvel þótt fræg mynd sé til af þeim saman. Andrew Brettler, lögmaður Andrésar, hefur óskað eftir afriti af samkomulagi Giuffre og Epstein frá 2009 en hann segir það fría prinsinn allri mögulegri ábyrgð. Þá segir hann prinsinum ekki hafa verið birt stefna með lögformlegum hætti. Dómarinn í málinu, Lewis Kaplan, hafnaði þeim staðhæfingum Brettler að það væri undir Hæstarétti Bretlands komið hvernig birta ætti stefnuna en gaf David Boise, lögmanni Giuffre, viku til að gera það með réttum hætti. Lögmenn Giuffre sögðust telja hafa gert það nú þegar en stefnan hefði verið látin í hendur lögreglumanns sem stóð vörð við heimili Andrésar í Windsor.
Mál Jeffrey Epstein Kóngafólk Bretland Bandaríkin Mál Andrésar prins Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Sjá meira