NBC News greinir frá en í dag var sagt frá því að Fear væri leitað í Los Angeles eftir að ekkert hafði sést til hennar síðan á fimmtudag, 9. september.
Vinir Tönyu og fjölskylda höfðu hvatt fólk til að nota myllumerkið #FindTanyaFear á samfélagsmiðlum til að aðstoða þau við að safna saman upplýsingum um hvarf hennar. Þá sagði umboðsmaður hennar frá því að aðstandendur hennar hefði miklar áhyggjur af henni.
Í frétt NBC News segir að Fear hafi fundist í dag og að fjölskylda hennar hafi verið látin vita. Þá segir einnig að lögregla muni ekki aðhafast frekar í málinu.