Erlent

Breska leikkonan fannst heil á húfi

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Tanya Fear er komin í leitirnar.
Tanya Fear er komin í leitirnar. Getty/David M Benett

Breska leikkonan Tanya Fear er fundin, heil á húfi. Lögreglan í Los Angeles mun ekki aðhafast meira vegna málsins.

NBC News greinir frá en í dag var sagt frá því að Fear væri leitað í Los Angeles eftir að ekkert hafði sést til hennar síðan á fimmtudag, 9. september.

Vinir Tönyu og fjölskylda höfðu hvatt fólk til að nota myllumerkið #FindTanyaFear á samfélagsmiðlum til að aðstoða þau við að safna saman upplýsingum um hvarf hennar. Þá sagði umboðsmaður hennar frá því að aðstandendur hennar hefði miklar áhyggjur af henni.

Í frétt NBC News segir að Fear hafi fundist í dag og að fjölskylda hennar hafi verið látin vita. Þá segir einnig að lögregla muni ekki aðhafast frekar í málinu.


Tengdar fréttir

Breskrar leik­konu leitað í Los Angeles

Bresku leikkonunnar Tönyu Fear er leitað í Los Angeles í Kaliforníu en síðast sást til hennar á fimmtudag að sögn vina hennar og fjölskyldu. Hún var skráð sem týnd manneskja hjá lögreglunni í Los Angeles á fimmtudag, 9. september.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.