Burnley er enn í leit að fyrsta sigrinum sínum í ensku úrvalsdeildinni eftir 3-1 tap gegn Everton á Goodison Park. Gestirnir komust yfir en þrjú mörk á skömmum tíma tryggðu sigur heimamanna
Eftir markalausan fyrri hálfleik var það miðvörðurinn Ben Mee sko kom gestunum yfir á 54. mínútu leiksins. Burnley hafði átt aukaspyrnu sem var skölluð frá, Jóhann Berg Guðmundsson gaf fyrir og Mee stangaði knöttinn í netið.
Ben Mee marks his 200th PL app for @BurnleyOfficial with his 7th PL goal - 6 of which have been headers pic.twitter.com/LfLh65VPyE
— Sky Sports Statto (@SkySportsStatto) September 13, 2021
Adam var þó ekki lengi í paradís en heimamenn jöfnuðu metin aðeins sex mínútum eftir að Burnley komst yfir. Aftur var það vængmaður sem gaf fyrir og aftur var það miðvörður sem skallaði í netið. Að þessu sinni var það Andros Townsend sem átti fyrirgjöfina og Michael Keane sem skoraði.
Townsend kom svo Everton yfir á 65. mínútu með vinstri fótar skoti fyrir utan teig. Staðan var svo orðin 3-1 aðeins tveimur mínútum síðar en þá skoraði Demarai Gray. Slapp hann einn í gegn eftir sendingu Abdoulaye Doucoure.
379 - There were just 379 seconds between Everton's equaliser (1-1) scored by Michael Keane and Demarai Gray putting Everton 3-1 up. Escalated. #EVEBUR pic.twitter.com/sLYQwjE59e
— OptaJoe (@OptaJoe) September 13, 2021
Everton fer þar með upp í 4. sæti deildarinnar með 10 stig líkt og Manchester United, Chelsea og Liverpool sem eru í efstu þremur sætunum. Burnley er í 18. sæti með eitt stig.