Mikael skoraði sigurmarkið í sínum fyrsta leik | Viðar Ari heldur áfram að gera það gott Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 12. september 2021 18:00 Mikael Neville Anderson tryggði AGF sinn fyrsta sigur á tímabilinu. EPA-EFE/OLIVIER HOSLET Íslenski landsliðsmaðurinn Mikael Neville Anderson byrjar veru sína hjá AGF með látum en hann skoraði sigurmark liðsins í 1-0 sigri á Vejle. Þá heldur Viðar Ari Jónsson áfram að gera það gott með Sandefjörd sem vann 3-0 sigur á Valerenga. Mikael gekk í raðir AGF á dögunum og hóf leikinn á bekknum enda lítið náð að æfa þar sem hann var í íslenska landsliðshópnum gegn Rúmeníu, Norður-Makedóníu og Þýskalandi. Mikael kom inn af bekknum í hálfleik, gerði hann sér lítið fyrir og skoraði sigurmark leiksins þegar slétt klukkustund var liðin. Jón Dagur Þorsteinsson lék allan leikinn í liði AGF sem er nú komið í 10. sæti dönsku úrvalsdeildarinnar þökk sé 1-0 sigri dagsins. Var þetta fyrsti sigur liðsins á leiktíðinni. Í Noregi var fjöldinn allur af leikmönnum í eldlínunni. Viðar Ari Jónsson skoraði eitt mark í 3-0 sigri Sandefjord á Viðari Erni Kjartanssyni og félögum í Vålerenga. Viðar Ari spilaði allan leikinn á meðan Viðar Örn var tekinn af velli á 79. mínútu. Sandefjord er í 10. sæti með 24 stig, tveimur minna en Vålerenga sem er í 8. sæti. Alfons Sampsted var í byrjunarliði Bodø/Glimt er liðið gerði 1-1 jafntefli við Odd á heimavelli. Bodø/Glimt er í 2. sæti deildarinnar með 35 stig, stigi á eftir toppliði Molde. Ari Leifsson lék allan leikinn í hjarta varnar Strømsgodset sem mátti þola súrt 2-1 tap gegn Kristansund á heimavelli. Sigurmark leiksins kom í uppbótartíma. Valdimar Þór Ingimundarson kom inn af bekk Strømsgodset en Brynjólfur Andersen Willumsson var ekki í leikmannahópi gestanna eftir að meiðast með U-21 árs landsliði Íslands nú á dögunum. Kristiansund er í 3. sæti deildarinnar með 32 stig á meðan Strømsgodset er í 9. sæti með 25 stig. Fótbolti Danski boltinn Norski boltinn Tengdar fréttir Guðrún hafði betur gegn Berglindi | Ísak Bergmann og Andri Fannar komu af bekknum Fjöldinn allur af Íslendingum var í eldlínunni í úrvalsdeild kvenna í fótbolta í Svíþjóð og karla í Danmörku. 12. september 2021 16:35 Mest lesið Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Fótbolti Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Enski boltinn Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Körfubolti Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Fótbolti Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki Fótbolti Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Handbolti „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Handbolti Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals Handbolti Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Körfubolti Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Körfubolti Fleiri fréttir Trump hótar að taka HM-leiki af Boston Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Aðeins tuttugu sæti enn laus á HM Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki England inn á HM án þess að fá á sig mark Góður tími fyrir nýjar raddir og íhugaði að hætta sjálfur Potter annt um Svíþjóð og vill taka við landsliðinu Héldu hreinu í öllum tíu leikjunum í undankeppninni Heimir sagður taka við Fylki Ísland - Lúxemborg 2-1 | Jóhannes áberandi í fyrsta sigrinum Jon Dahl rekinn Sautján ára nýliði í landsliðinu Svona var blaðamannafundur Þorsteins Courtois greip í tómt þegar rotta hljóp inn á völlinn Lagerbäck útilokar að taka við Svíum Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Myndasyrpa: Ógleymanlegt kvöld í Dalnum Rúnar dásamaði Daníel: „Mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum“ „Ljóðrænt réttlæti eftir það sem gerðist í París“ „Stuðningurinn gaf okkur þessi auka tíu prósent“ „Sýndum þjóðinni hvað í okkur býr“ „Gæti ekki verið stoltari af mínum mönnum“ „Eina skiptið sem við spilum almennilega í seinni hálfleik“ „Pirraður því við áttum meira skilið“ Einkunnir Íslands gegn Frakklandi: Hákon Arnar allra mikilvægastur af mörgum góðum Fíaskó Svía ætlar engan endi að taka Sjá meira
Mikael gekk í raðir AGF á dögunum og hóf leikinn á bekknum enda lítið náð að æfa þar sem hann var í íslenska landsliðshópnum gegn Rúmeníu, Norður-Makedóníu og Þýskalandi. Mikael kom inn af bekknum í hálfleik, gerði hann sér lítið fyrir og skoraði sigurmark leiksins þegar slétt klukkustund var liðin. Jón Dagur Þorsteinsson lék allan leikinn í liði AGF sem er nú komið í 10. sæti dönsku úrvalsdeildarinnar þökk sé 1-0 sigri dagsins. Var þetta fyrsti sigur liðsins á leiktíðinni. Í Noregi var fjöldinn allur af leikmönnum í eldlínunni. Viðar Ari Jónsson skoraði eitt mark í 3-0 sigri Sandefjord á Viðari Erni Kjartanssyni og félögum í Vålerenga. Viðar Ari spilaði allan leikinn á meðan Viðar Örn var tekinn af velli á 79. mínútu. Sandefjord er í 10. sæti með 24 stig, tveimur minna en Vålerenga sem er í 8. sæti. Alfons Sampsted var í byrjunarliði Bodø/Glimt er liðið gerði 1-1 jafntefli við Odd á heimavelli. Bodø/Glimt er í 2. sæti deildarinnar með 35 stig, stigi á eftir toppliði Molde. Ari Leifsson lék allan leikinn í hjarta varnar Strømsgodset sem mátti þola súrt 2-1 tap gegn Kristansund á heimavelli. Sigurmark leiksins kom í uppbótartíma. Valdimar Þór Ingimundarson kom inn af bekk Strømsgodset en Brynjólfur Andersen Willumsson var ekki í leikmannahópi gestanna eftir að meiðast með U-21 árs landsliði Íslands nú á dögunum. Kristiansund er í 3. sæti deildarinnar með 32 stig á meðan Strømsgodset er í 9. sæti með 25 stig.
Fótbolti Danski boltinn Norski boltinn Tengdar fréttir Guðrún hafði betur gegn Berglindi | Ísak Bergmann og Andri Fannar komu af bekknum Fjöldinn allur af Íslendingum var í eldlínunni í úrvalsdeild kvenna í fótbolta í Svíþjóð og karla í Danmörku. 12. september 2021 16:35 Mest lesið Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Fótbolti Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Enski boltinn Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Körfubolti Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Fótbolti Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki Fótbolti Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Handbolti „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Handbolti Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals Handbolti Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Körfubolti Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Körfubolti Fleiri fréttir Trump hótar að taka HM-leiki af Boston Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Aðeins tuttugu sæti enn laus á HM Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki England inn á HM án þess að fá á sig mark Góður tími fyrir nýjar raddir og íhugaði að hætta sjálfur Potter annt um Svíþjóð og vill taka við landsliðinu Héldu hreinu í öllum tíu leikjunum í undankeppninni Heimir sagður taka við Fylki Ísland - Lúxemborg 2-1 | Jóhannes áberandi í fyrsta sigrinum Jon Dahl rekinn Sautján ára nýliði í landsliðinu Svona var blaðamannafundur Þorsteins Courtois greip í tómt þegar rotta hljóp inn á völlinn Lagerbäck útilokar að taka við Svíum Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Myndasyrpa: Ógleymanlegt kvöld í Dalnum Rúnar dásamaði Daníel: „Mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum“ „Ljóðrænt réttlæti eftir það sem gerðist í París“ „Stuðningurinn gaf okkur þessi auka tíu prósent“ „Sýndum þjóðinni hvað í okkur býr“ „Gæti ekki verið stoltari af mínum mönnum“ „Eina skiptið sem við spilum almennilega í seinni hálfleik“ „Pirraður því við áttum meira skilið“ Einkunnir Íslands gegn Frakklandi: Hákon Arnar allra mikilvægastur af mörgum góðum Fíaskó Svía ætlar engan endi að taka Sjá meira
Guðrún hafði betur gegn Berglindi | Ísak Bergmann og Andri Fannar komu af bekknum Fjöldinn allur af Íslendingum var í eldlínunni í úrvalsdeild kvenna í fótbolta í Svíþjóð og karla í Danmörku. 12. september 2021 16:35