Innlent

Sprengisandur: Heilbrigðiskerfið, næsta kjörtímabil og áhrif árásinnar á Tvíburaturnanna

Samúel Karl Ólason skrifar
Sprengisandur hefst klukkan 10.
Sprengisandur hefst klukkan 10.

Þjóðmálaþátturinn Sprengisandur í umsjón Kristjáns Kristjánssonar er á dagskrá frá klukkan tíu til tólf í dag. Fyrstu gestir Kristjáns eru þeir Kristján Guy Burgess, sérfræðingur í alþjóðamálum, og Björn Bjarnason, fyrrverandi ráðherra.

Þeir munu ræða árásina á Tvíburaturnana í New York en í gær voru tuttugu ár liðin frá henni.

Bæði munu þeir ræða þróunina í alþjóðamálum og þau miklu áhrif sem árásin og eftirmál hennar höfðu um umræðu um íslensk utanríkismál.

Því næst verður farið yfir heilbrigðiskerfið sem er, eins og fyrir fjórum árum, eitt helsta kosningamálið og kannski hefur engin ríkisstjórn haft jafn skýrt umboð og sú fráfarandi til að taka til hendinni í þessu stærsta kerfi ríkisins. Kristján fær álit Tómasar Guðbjartssonar, hjartaskurðlæknis á stöðunni.

Í lok þáttar mæta þau Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra, Inga Sæland formaður Flokks fólksins og Halldóra Mogensen talsmaður Pírata. Enn og ný leitar Kristján svars hjá stjórnmálamönnum, hver er sýnin, hvað þarf að gerast næstu fjögur árin.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×