Jóhannes Loftsson er stofnandi Ábyrgrar framtíðar.Vísir/Einar
Yfirkjörstjórn í Suðurkjördæmi úrskurðaði síðdegis að framboðlista sem Ábyrg framtíð skilaði inn yrði hafnað. Grundvöllur úrskurðarins var sá að tilskyldum meðmælafjölda var ekki náð.
Flokkurinn býður því aðeins fram í einu kjördæmi en það er í Reykjavíkurkjördæmi norður.
Framboð tíu flokka hafa hins vegar verið staðfest í öllum sex kördæmunum það eru framboð Sjálfstæðisflokksins, Vinstri grænna, Framsóknarflokksins, Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata, Miðflokksins, Flokks fólksins, Sósíalistaflokksins og Frjálslynda lýðræðisflokksins.
Meiri gangur er í atkvæðagreiðslu utan kjörfundar í aðdraganda þingkosninga en á sama tíma við síðustu kosningar. Nýju stjórnmálahreyfingunni Ábyrgri framtíð gengur hægt að safna undirskriftum, en á meðal stefnumála hennar er að nota óhefðbundin lyf við Covid-19.
Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.