Innlent

Ábyrg framtíð fékk ekki tilskilinn meðmælafjölda í Suðurkjördæmi

Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar
Jóhannes Loftsson er stofnandi Ábyrgrar framtíðar.
Jóhannes Loftsson er stofnandi Ábyrgrar framtíðar. Vísir/Einar

Yfirkjörstjórn í Suðurkjördæmi úrskurðaði síðdegis að framboðlista sem Ábyrg framtíð skilaði inn yrði hafnað. Grundvöllur úrskurðarins var sá að tilskyldum meðmælafjölda var ekki náð.

 Flokkurinn býður því aðeins fram í einu kjördæmi en það er í Reykjavíkurkjördæmi norður. 

Framboð tíu flokka hafa hins vegar verið staðfest í öllum sex kördæmunum það eru framboð Sjálfstæðisflokksins, Vinstri grænna, Framsóknarflokksins, Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata, Miðflokksins, Flokks fólksins, Sósíalistaflokksins og Frjálslynda lýðræðisflokksins.


Tengdar fréttir

Efasemdarmönnum gengur hægt að safna undirskriftum

Meiri gangur er í atkvæðagreiðslu utan kjörfundar í aðdraganda þingkosninga en á sama tíma við síðustu kosningar. Nýju stjórnmálahreyfingunni Ábyrgri framtíð gengur hægt að safna undirskriftum, en á meðal stefnumála hennar er að nota óhefðbundin lyf við Covid-19.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×