Innlent

Af­létta hættu­stigi vegna Skaft­ár­hlaups

Atli Ísleifsson skrifar
Nýja brúin yfir Eldvatn hjá Ásum.
Nýja brúin yfir Eldvatn hjá Ásum. Vísir/egill

Ríkislögreglustjóri hefur í samráði við lögreglustjórann á Suðurlandi ákveðið að aflétta hættustigi almannavarna vegna hlaups í Skaftá.

Í tilkynningu frá embættinu kemur fram að óvissustig almannavarna hafi því við.

„Lokunum vega á svæðinu er aflétt en rétt er að minna ferðafólk á að áfram má búast við mengun af brennisteinsvetni fast við ána, sérstaklega á svæðinu við upptök árinnar þar sem hún rennur undan jökli,“ segir í tilkynningunni.

Hættustigi vegna Skaftárhlaups var komið á síðastliðinn sunnudag, 5. september.

Uppfært 14:58:

Á vef Veðurstofunnar segir að hlaupið sé enn í gangi, þó verulega hafi dregið úr rennsli og vatnhæð minnkað í árfarveginum.

„Hlaupvatn er ennþá að dreifa sér um láglendið. Helstu merki þess eru að vatnshæð í Tungulæk sem kemur undan Eldhrauni er áfram hækkandi. Þó er ljóst að verulega hefur dregið úr áhrifum frá hlaupvatni á flóðasvæðinu. Áfram er þó hætta á gasmengun nálægt upptökum Skaftár.

Gul viðvörun hefur verið gefin út vegna úrkomu á flóðasvæðinu og tekur hún gildi seinnipart sunnudags. Spáð er talsverðri eða mikilli rigningu og búast má við vatnavöxtum í ám og lækjum. Áhrif úrkomunnar geta orðið meiri en ella á áhrifasvæði hlaupsins vegna hárrar vatnsstöðu í kjölfar þess,“ segir á vef Veðurstofunnar.


Tengdar fréttirAthugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.