Innlent

Dregur úr líkum á því að hlaupvatn flæði yfir þjóðveg 1

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Skaftá hefur flætt yfir veginn upp í Skaftárdal, eins og sjá má hér á þessari mynd.
Skaftá hefur flætt yfir veginn upp í Skaftárdal, eins og sjá má hér á þessari mynd. Vísir/RAX

Áfram hefur dregur úr rennsli Skaftár í dag. Talið er að minni líkur séu á því að hlaupvatn nái að flæða yfir þjóðveg 1, þó að ekki sé hægt að útiloka að hlaupvatnið nái þangað.

Í uppfærslu á vef Veðurstofunngar segir að rennsli við Sveinstind sé komið niður fyrir 470m3/sek og rennsli við Eldvatn mælist um 370m3/sek.

Á þessu stigi hefur dregið úr líkum á því að hlaupvatn nái að flæða yfir þjóðveg 1. Vatnshæð í Tungulæk sem kemur undan Eldhrauni fer þó enn hækkandi og því er ekki hægt að útiloka að hlaupvatn nái upp á þjóðveginn.

Svæðið er áfram vaktað og framgangur hlaupsins metinn.


Tengdar fréttir

Bíða þess að hlaupið nái há­marki við Þjóð­veginn

Talið er að Skaftárhlaup hafi náð hámarki sínu við Sveinstind en nú er þess beðið að hlaupvatnið nái hámarki við þjóðveginn á næstu dögum. Það flæki málin að vatn í ánni hafi verið mikið áður en hlaup hófst í Eystri-Skaftárkatli.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×