Heilbrigðisráðherra lætur kanna möguleika á nýrri geðdeildarbyggingu Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 10. september 2021 12:11 Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að láta gera úttekt á húsnæði geðdeilda Landspítala og láta kanna hvort byggja eigi nýtt húsnæði fyrir þjónustuna. Vísir Heilbrigðisráðherra hefur falið þeim sem sjá um byggingu á nýjum Landspítala að gera úttekt á núverandi húsnæði geðþjónustunnar og kanna möguleika á að byggja nýtt húsnæði fyrir þjónustuna. Hún útilokar ekki að nýtt húsnæði fyrir geðsviðið rísi á næstu árum. Stjórnendur Geðsþjónustu Landspítalans og sérnámslæknar í geðlækningum hafa undanfarið bent á í fjölmiðlum að húsnæði geðsviðs spítalans sé algjörlega óviðunandi og uppfylli ekki nútíma kröfur. Þá hefur verið gagnrýnt að ekki sé gert ráð fyrir húsnæði undir þjónustuna á nýjum Landspítala. Í gær kom fram í hádegisfréttum okkar hjá forstöðumanni geðþjónustunnar að húsnæðið sé ekki bara gamalt og úr sér gengið heldur sé afar óhentugt að hafa þjónustuna á þremur stöðum eins og nú er. Mikilvægt sé að byggja nýtt húsnæði sem uppfylli nútímakröfur og styðji við bata sjúklinga. Útilokað sé að bíða eftir því í 10-20 ár. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segist hafa fylgst vel með þessum málum undanfarið. „Ég hef hlustað mjög vel eftir þessari mikilvægu umræðu um þessa þjónustu. Ég hef því ákveðið að fela NSLH sem er nýr Landspítali sem sér um framkvæmdirnar við Hringbraut að gera úttekt á geðdeildarhúsnæði Landspítalans við Hringbraut, Klepp og víðar. Í framhaldinu verði svo kannaður möguleiki á nýbyggingu fyrir starfsemi geðdeildanna sem hluta af heildaruppbyggingu nýs Landspítala. Það er ekki búið að skipuleggja alla mögulega byggingarreiti á svæðinu við Hringbraut,“ segir Svandís. Svandís segir að verkefnið þurfi ekki að taka langan tíma. „Það eru einhverjir mánuðir sem við erum að tala um. Sjálf þarfagreiningin fyrir Landspítalann og framtíðarheilbrigðisþjónustu er 16 vikna verkefni sem er nýlega farið í gang. Þetta á að fara vel saman að rýna ofan í húsnæðiskostinn og framtíðarverkefni varðandi þjónustu Landspítalans,“ segir Svandís. Aðspurð hvort að ný geðdeildarbygging geti jafnvel risið á næstu árum svarar Svandís: „Það er ekki útilokað. Það er til byggingarpláss sem gæti mögulega nýst fyrir nýtt geðdeildarhús á Hringbraut,“ segir Svandís. Landspítalinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinstri græn Heilbrigðismál Geðheilbrigði Tengdar fréttir „Útilokað að bíða í mörg ár eftir nýrri geðdeildarbyggingu“ Nanna Briem forstöðumaður Geðþjónustu Landspítalans segir gríðarlega mikilvægt að geðsvið spítalans fái húsnæði á einum stað sem uppfylli nútíma kröfur og styðji við bata sjúklinga, Núverandi húsnæði sé algjörlega óviðunandi. 9. september 2021 14:36 Ráðherra sammála um að húsakostur geðdeildar sé ekki fullnægjandi Heilbrigðisráðherra segir að tryggt verði að geðheilbrigðisþjónusta Landspítalans fái viðunandi húsnæði um svipað leyti og nýr meðferðarkjarni sjúkrahússins rís. Hún tekur undir það með sérnámslæknum að núverandi aðstæður sjúklinga á deildunum séu ófullnægjandi. 4. september 2021 21:00 Furða sig á að geðdeild verði ekki á nýjum Landspítala Mikil óánægja ríkir meðal sérnámslækna í geðlækningum vegna uppbyggingar nýs Landspítala. Ekki stendur til að geðsvið fái þar inni þrátt fyrir að sum húsa geðdeildanna séu aldargömul og húsnæðisvandi sé mikill. 3. september 2021 20:01 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Erlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Eldur í Sorpu á Granda Innlent Fleiri fréttir Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Sjá meira
Stjórnendur Geðsþjónustu Landspítalans og sérnámslæknar í geðlækningum hafa undanfarið bent á í fjölmiðlum að húsnæði geðsviðs spítalans sé algjörlega óviðunandi og uppfylli ekki nútíma kröfur. Þá hefur verið gagnrýnt að ekki sé gert ráð fyrir húsnæði undir þjónustuna á nýjum Landspítala. Í gær kom fram í hádegisfréttum okkar hjá forstöðumanni geðþjónustunnar að húsnæðið sé ekki bara gamalt og úr sér gengið heldur sé afar óhentugt að hafa þjónustuna á þremur stöðum eins og nú er. Mikilvægt sé að byggja nýtt húsnæði sem uppfylli nútímakröfur og styðji við bata sjúklinga. Útilokað sé að bíða eftir því í 10-20 ár. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segist hafa fylgst vel með þessum málum undanfarið. „Ég hef hlustað mjög vel eftir þessari mikilvægu umræðu um þessa þjónustu. Ég hef því ákveðið að fela NSLH sem er nýr Landspítali sem sér um framkvæmdirnar við Hringbraut að gera úttekt á geðdeildarhúsnæði Landspítalans við Hringbraut, Klepp og víðar. Í framhaldinu verði svo kannaður möguleiki á nýbyggingu fyrir starfsemi geðdeildanna sem hluta af heildaruppbyggingu nýs Landspítala. Það er ekki búið að skipuleggja alla mögulega byggingarreiti á svæðinu við Hringbraut,“ segir Svandís. Svandís segir að verkefnið þurfi ekki að taka langan tíma. „Það eru einhverjir mánuðir sem við erum að tala um. Sjálf þarfagreiningin fyrir Landspítalann og framtíðarheilbrigðisþjónustu er 16 vikna verkefni sem er nýlega farið í gang. Þetta á að fara vel saman að rýna ofan í húsnæðiskostinn og framtíðarverkefni varðandi þjónustu Landspítalans,“ segir Svandís. Aðspurð hvort að ný geðdeildarbygging geti jafnvel risið á næstu árum svarar Svandís: „Það er ekki útilokað. Það er til byggingarpláss sem gæti mögulega nýst fyrir nýtt geðdeildarhús á Hringbraut,“ segir Svandís.
Landspítalinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinstri græn Heilbrigðismál Geðheilbrigði Tengdar fréttir „Útilokað að bíða í mörg ár eftir nýrri geðdeildarbyggingu“ Nanna Briem forstöðumaður Geðþjónustu Landspítalans segir gríðarlega mikilvægt að geðsvið spítalans fái húsnæði á einum stað sem uppfylli nútíma kröfur og styðji við bata sjúklinga, Núverandi húsnæði sé algjörlega óviðunandi. 9. september 2021 14:36 Ráðherra sammála um að húsakostur geðdeildar sé ekki fullnægjandi Heilbrigðisráðherra segir að tryggt verði að geðheilbrigðisþjónusta Landspítalans fái viðunandi húsnæði um svipað leyti og nýr meðferðarkjarni sjúkrahússins rís. Hún tekur undir það með sérnámslæknum að núverandi aðstæður sjúklinga á deildunum séu ófullnægjandi. 4. september 2021 21:00 Furða sig á að geðdeild verði ekki á nýjum Landspítala Mikil óánægja ríkir meðal sérnámslækna í geðlækningum vegna uppbyggingar nýs Landspítala. Ekki stendur til að geðsvið fái þar inni þrátt fyrir að sum húsa geðdeildanna séu aldargömul og húsnæðisvandi sé mikill. 3. september 2021 20:01 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Erlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Eldur í Sorpu á Granda Innlent Fleiri fréttir Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Sjá meira
„Útilokað að bíða í mörg ár eftir nýrri geðdeildarbyggingu“ Nanna Briem forstöðumaður Geðþjónustu Landspítalans segir gríðarlega mikilvægt að geðsvið spítalans fái húsnæði á einum stað sem uppfylli nútíma kröfur og styðji við bata sjúklinga, Núverandi húsnæði sé algjörlega óviðunandi. 9. september 2021 14:36
Ráðherra sammála um að húsakostur geðdeildar sé ekki fullnægjandi Heilbrigðisráðherra segir að tryggt verði að geðheilbrigðisþjónusta Landspítalans fái viðunandi húsnæði um svipað leyti og nýr meðferðarkjarni sjúkrahússins rís. Hún tekur undir það með sérnámslæknum að núverandi aðstæður sjúklinga á deildunum séu ófullnægjandi. 4. september 2021 21:00
Furða sig á að geðdeild verði ekki á nýjum Landspítala Mikil óánægja ríkir meðal sérnámslækna í geðlækningum vegna uppbyggingar nýs Landspítala. Ekki stendur til að geðsvið fái þar inni þrátt fyrir að sum húsa geðdeildanna séu aldargömul og húsnæðisvandi sé mikill. 3. september 2021 20:01