Ráðherra sammála um að húsakostur geðdeildar sé ekki fullnægjandi Snorri Másson og Heimir Már Pétursson skrifa 4. september 2021 21:00 Svandís Svavarsdóttir við skóflustungu á nýju rannsóknahúsi Landspítala á Hringbraut. Stöð 2/Einar Heilbrigðisráðherra segir að tryggt verði að geðheilbrigðisþjónusta Landspítalans fái viðunandi húsnæði um svipað leyti og nýr meðferðarkjarni sjúkrahússins rís. Hún tekur undir það með sérnámslæknum að núverandi aðstæður sjúklinga á deildunum séu ófullnægjandi. Fyrsta skóflustungan var tekin í gær að nýju rannsóknahúsi Landspítalans við Hringbraut. Það er hluti af Hringbrautarverkefninu, en meginþáttur þess verkefnis er auðvitað nýi meðferðarkjarni sjúkrahússins. Húsin á svæðinu eiga að vera tekin í notkun árið 2025 eða 26, en á svæðinu er hvergi gert ráð fyrir sérstöku geðheilbrigðissviði. Oddný Ómarsdóttir, sérnámslæknir í geðlækningum á Landspítala, gagnrýndi þá ráðstöfun harkalega í fréttum í gær. Þar sagði hún „alveg óskiljanlegt“ að ekki stæði til að bæta úr húsnæðisvanda geðsviðs um leið og meðferðarkjarninn yrði reistur. „Ég er bara sammála þessu,“ segir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra, sem vill byggja upp lausn fyrir geðheilbrigðisþjónustuna sem eigi að vera tilbúin á sömu tímalínu og restin af verkefninu. Geðlæknar hafa meðal annars bent á að húsnæði geðdeilda Landspítalans einkennist af þröngum göngum, gráum steinveggjum, óheyrilegum fjölda tvíbýla, gegndræpum gluggum, takmörkuðu aðgengi að útisvæði og reykingarlykt þegar gengið er fram hjá reykingarherbergjum. „Við þurfum bara að horfast í augu við það að húsakosturinn sem geðþjónustna sem býr við er ekki fullnægjandi,“ segir Svandís. Ráðherra telur ekki að sú leið verði farin að endurskoða skipulag sjálfs meðferðarkjarnans, heldur sé sennilegra að ný bygging samhliða honum verði til. „Ég held að það myndu þá koma til nýrrar byggingar sem yrði sérstaklega hugsuð fyrir þessa þjónustu. Ég býst við því að það yrði hér á þessu svæði, en þetta er eitthvað sem er augljóslega í næsta áfanga. Við erum nú í fyrsta áfanga, svo kemur annar og þriðji og þannig áfram.“ Landspítalinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Geðheilbrigði Heilbrigðismál Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Fleiri fréttir Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Sjá meira
Fyrsta skóflustungan var tekin í gær að nýju rannsóknahúsi Landspítalans við Hringbraut. Það er hluti af Hringbrautarverkefninu, en meginþáttur þess verkefnis er auðvitað nýi meðferðarkjarni sjúkrahússins. Húsin á svæðinu eiga að vera tekin í notkun árið 2025 eða 26, en á svæðinu er hvergi gert ráð fyrir sérstöku geðheilbrigðissviði. Oddný Ómarsdóttir, sérnámslæknir í geðlækningum á Landspítala, gagnrýndi þá ráðstöfun harkalega í fréttum í gær. Þar sagði hún „alveg óskiljanlegt“ að ekki stæði til að bæta úr húsnæðisvanda geðsviðs um leið og meðferðarkjarninn yrði reistur. „Ég er bara sammála þessu,“ segir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra, sem vill byggja upp lausn fyrir geðheilbrigðisþjónustuna sem eigi að vera tilbúin á sömu tímalínu og restin af verkefninu. Geðlæknar hafa meðal annars bent á að húsnæði geðdeilda Landspítalans einkennist af þröngum göngum, gráum steinveggjum, óheyrilegum fjölda tvíbýla, gegndræpum gluggum, takmörkuðu aðgengi að útisvæði og reykingarlykt þegar gengið er fram hjá reykingarherbergjum. „Við þurfum bara að horfast í augu við það að húsakosturinn sem geðþjónustna sem býr við er ekki fullnægjandi,“ segir Svandís. Ráðherra telur ekki að sú leið verði farin að endurskoða skipulag sjálfs meðferðarkjarnans, heldur sé sennilegra að ný bygging samhliða honum verði til. „Ég held að það myndu þá koma til nýrrar byggingar sem yrði sérstaklega hugsuð fyrir þessa þjónustu. Ég býst við því að það yrði hér á þessu svæði, en þetta er eitthvað sem er augljóslega í næsta áfanga. Við erum nú í fyrsta áfanga, svo kemur annar og þriðji og þannig áfram.“
Landspítalinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Geðheilbrigði Heilbrigðismál Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Fleiri fréttir Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Sjá meira