Ragnar Þór lætur staðar numið hjá Kennarasambandinu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 10. september 2021 11:05 Ragnar Þór Pétursson tók við sem formaður KÍ árið 2018. Vísir/Vilhelm Ragnar Þór Pétursson, formaður Kennarasambands Íslands, sækist ekki eftir endurkjöri sem formaður sambandsins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá sambandinu. Ragnar Þór tók við sem formaður Kennarasambandsins vorið 2018 og segir í tilkynningu að áherslumál hans hafi ekki síst verið tengd stöðu skólamála og kennarastéttarinnar í heild. Kjörtímabil formanns er fjögur ár og fara formannsskipti fram á þingi sambandsins í apríl á næsta ári. Frestur til að skila inn framboði til formanns KÍ rennur út 4. október og verður gengið til kosninga 2. nóvember. „Ragnar Þór lagði strax í upphafi mikla áherslu á samstarf og samvinnu allra aðila sem reyndist heilladrjúgt fyrir stéttina. Í yfirlýsingu til félagsmanna segir hann: „Þegar ég bauð mig fram var staða skólamála mjög viðsjárverð. Áhugalítill menntamálaráðherra hafði tekið við af ráðherra sem taldi það sér til tekna að taka ákvarðanir án samráðs við og í andstöðu við kennarastéttina. Skólaumbótaplágan var orðin sífellt ágengari, stúdentar sniðgengu kennaranám og hagsmunaaðilar réðu ferðinni í stað sérfræðinga. Það var byrjað að molna hratt undan kennarastéttinni,“ segir í tilkynningunni. Nú, fjórum árum seinna, sé staðan nokkuð betri. „Menntamálaráðherra hefur sinnt málaflokknum mun betur en forverarnir og af ólíkt meiri virðingu fyrir kennurum. Á mikilvægum stundum hefur ráðherrann staðið með og sett traust sitt á kennara þegar slíkt var alls ekki sjálfsagt. Samband KÍ við helstu hagaðila er miklu sterkara en það var. Samtök kennara hafa í auknum mæli áhrif og erindi. Búið er að gera mjög nákvæmar og trúverðugar greiningar á mörgum af þeim kerfislægu hindrunum sem gert hafa okkur erfitt um vik að að þróa hér það skólastarf sem við verðskuldum. Á grunni þeirra er verið að hanna lausnir sem margar munu líta dagsins ljós á næstu vikum, mánuðum og misserum. Grundvallarhlutverk kennara sem leiðtoga í lærdómssamfélaginu er búið að lögfesta. Það er lykilatriði. Alþingi hefur loks tekið sameiginlega ábyrgð á menntamálum með sameiginlegri þingsályktunartillögu. Kominn er fjörkippur í kennaranámið og starfsþróun hefur öðlast áður óþekkta og betri umgjörð í nánu samstarfi aðila.“ Grunnskólar Framhaldsskólar Vistaskipti Skóla - og menntamál Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira
Ragnar Þór tók við sem formaður Kennarasambandsins vorið 2018 og segir í tilkynningu að áherslumál hans hafi ekki síst verið tengd stöðu skólamála og kennarastéttarinnar í heild. Kjörtímabil formanns er fjögur ár og fara formannsskipti fram á þingi sambandsins í apríl á næsta ári. Frestur til að skila inn framboði til formanns KÍ rennur út 4. október og verður gengið til kosninga 2. nóvember. „Ragnar Þór lagði strax í upphafi mikla áherslu á samstarf og samvinnu allra aðila sem reyndist heilladrjúgt fyrir stéttina. Í yfirlýsingu til félagsmanna segir hann: „Þegar ég bauð mig fram var staða skólamála mjög viðsjárverð. Áhugalítill menntamálaráðherra hafði tekið við af ráðherra sem taldi það sér til tekna að taka ákvarðanir án samráðs við og í andstöðu við kennarastéttina. Skólaumbótaplágan var orðin sífellt ágengari, stúdentar sniðgengu kennaranám og hagsmunaaðilar réðu ferðinni í stað sérfræðinga. Það var byrjað að molna hratt undan kennarastéttinni,“ segir í tilkynningunni. Nú, fjórum árum seinna, sé staðan nokkuð betri. „Menntamálaráðherra hefur sinnt málaflokknum mun betur en forverarnir og af ólíkt meiri virðingu fyrir kennurum. Á mikilvægum stundum hefur ráðherrann staðið með og sett traust sitt á kennara þegar slíkt var alls ekki sjálfsagt. Samband KÍ við helstu hagaðila er miklu sterkara en það var. Samtök kennara hafa í auknum mæli áhrif og erindi. Búið er að gera mjög nákvæmar og trúverðugar greiningar á mörgum af þeim kerfislægu hindrunum sem gert hafa okkur erfitt um vik að að þróa hér það skólastarf sem við verðskuldum. Á grunni þeirra er verið að hanna lausnir sem margar munu líta dagsins ljós á næstu vikum, mánuðum og misserum. Grundvallarhlutverk kennara sem leiðtoga í lærdómssamfélaginu er búið að lögfesta. Það er lykilatriði. Alþingi hefur loks tekið sameiginlega ábyrgð á menntamálum með sameiginlegri þingsályktunartillögu. Kominn er fjörkippur í kennaranámið og starfsþróun hefur öðlast áður óþekkta og betri umgjörð í nánu samstarfi aðila.“
Grunnskólar Framhaldsskólar Vistaskipti Skóla - og menntamál Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira