Fá forsetann með sér í lið til að sannfæra Mbappé Valur Páll Eiríksson skrifar 10. september 2021 07:01 Macron kyssir Mbappé eftir að Frakkar tryggðu sér heimsmeistaratitilinn árið 2018. Denis Tyrin\TASS via Getty Images Paris Saint-Germain leggur þessa dagana mikið púður í að sannfæra stjörnuframherja sinn Kylian Mbappé um að halda kyrru fyrir í frönsku höfuðborginni. Samningur hans rennur út næsta sumar. Parísarliðið fór mikinn á félagsskiptamarkaðnum í sumar eftir að það horfði á eftir franska meistaratitlinum í hendur Lille síðasta vor, þrátt fyrir að vera með margfalt dýrara lið. Lausn eigendanna frá Katar var að eyða meira og breikka leikmannahóp sem var ekki svo slæmur á pappírum fyrir. Achraf Hakimi var keyptur fyrir 60 milljónir evra og þá komu Sergio Ramos, Georginio Wijnaldum og hetja Ítala frá EM, Gianluigi Donnarumma, allir á frjálsri sölu. Að ógleymdum Lionel Messi sem PSG stökk á eftir fráhvarf hans frá skuldum vöfnu liði Barcelona. Höfnuðu heimsmetsboði Þrátt fyrir þessa miklu útgjaldaaukningu í launakostnaði þurftu stjórnarmenn liðsins ekki að hugsa sig tvisvar um þegar Real Madrid bauð heilar 220 milljónir evra í Kylian Mbappé undir lok félagsskiptagluggans í sumar. Því var hafnað á stundinni. Hefðu kaupin gengið í gegn væri Mbappé dýrasti leikmaður sögunnar, þrátt fyrir að eiga minna en tólf mánuði eftir af samningi sínum í París. Hugmyndin um að sjá Mbappé á vellinum með bæði Brasilíumanninum Neymar og nýja manninum Messi er einfaldlega of góð til að katarskir eigendur PSG geti sleppt honum frá félaginu. Allt er lagt í sölurnar til að félagið vinni Meistaradeildina í fyrsta skipti í sögu þess í vor, sama ár og Katar heldur heimsmeistaramótið í fótbolta. Samningaviðræður milli Frakkans og PSG hafa staðið yfir í þónokkurn tíma en virðast vera á ís sem stendur. Því fylgja auknar sögusagnir þess efnis að Mbappé vilji einfaldlega yfirgefa félagið frítt næsta sumar, þremur árum eftir að PSG gerði hann að næst dýrasta leikmanni sögunnar er hann var keyptur á 180 milljónir evra frá Mónakó sumarið 2018. PSG charm offensive to Kylian Mbappe on signing a new contract includes personal messages from French president Emmanuel Macron and a club commitment to helping underprivileged children in Paris. More on @MirrorFootball https://t.co/UoMZfLSMuL— Colin Millar (@Millar_Colin) September 8, 2021 Allt gert til að halda honum Stjórnarmenn hjá PSG gera nú allt til að sannfæra Mbappé um áframhaldandi veru í frönsku höfuðborginni. Ekki dugar að bjóða honum ríflega launahækkun heldur segir Marca frá því að Emmanuel Macron, forseti Frakklands, hafi verið fenginn til að hringja í Mbappé og sannfæra hann um að neita tilboðum frá Spáni og halda sig í heimalandinu. PSG er þá sagt ætla að leggja aukinn kraft í bæta stöðu fátækra barna í París, sem er málefni sem Mbappé hefur beitt sér mikið fyrir, í von um að það ýti undir vilja hans til framlengingar. Miklar fjárhæðir verði lagðar til góðgerðafélags hans, Inspired by KM, sem styrkir börn í um 20 hverfum í París. Enn fremur hyggst félagið styrkja samband sitt við fjölskyldumeðlimi Mbappé, samband sem hefur orðið stirt síðustu mánuði, auk þess að reyna að fá stuðningsmenn félagsins með sér í lið en þeir blístruðu og bauluðu á Mbappé vegna samningsmálanna í nýlegum leik liðsins í frönsku úrvalsdeildinni. Franski boltinn Mest lesið Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Körfubolti „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Körfubolti „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Körfubolti Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Handbolti Fleiri fréttir Fyrsti deildarsigur Brøndby á árinu Þriðja jafntefli Düsseldorf í röð en umspilið enn í augsýn Karólína lagði upp sigurmark Leverkusen Tímabilinu líklega lokið hjá Orra „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Sjáðu mörkin úr öruggum Evrópusigrum United og Spurs Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Juventus-parið hætt saman Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ „Þetta var hið fullkomna kvöld“ „Þetta er ekki búið“ Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Chelsea með annan fótinn í úrslit Jóhann Berg skoraði í mikilvægum endurkomu sigri Grindavík snýr aftur heim: „Heimavöllurinn okkar verður áfram tákn samkenndar“ Fyrirliðinn Guðrún og Ísabella Sara hýddar gegn Hammarby Glódís bikarmeistari með Bayern „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ Sjá meira
Parísarliðið fór mikinn á félagsskiptamarkaðnum í sumar eftir að það horfði á eftir franska meistaratitlinum í hendur Lille síðasta vor, þrátt fyrir að vera með margfalt dýrara lið. Lausn eigendanna frá Katar var að eyða meira og breikka leikmannahóp sem var ekki svo slæmur á pappírum fyrir. Achraf Hakimi var keyptur fyrir 60 milljónir evra og þá komu Sergio Ramos, Georginio Wijnaldum og hetja Ítala frá EM, Gianluigi Donnarumma, allir á frjálsri sölu. Að ógleymdum Lionel Messi sem PSG stökk á eftir fráhvarf hans frá skuldum vöfnu liði Barcelona. Höfnuðu heimsmetsboði Þrátt fyrir þessa miklu útgjaldaaukningu í launakostnaði þurftu stjórnarmenn liðsins ekki að hugsa sig tvisvar um þegar Real Madrid bauð heilar 220 milljónir evra í Kylian Mbappé undir lok félagsskiptagluggans í sumar. Því var hafnað á stundinni. Hefðu kaupin gengið í gegn væri Mbappé dýrasti leikmaður sögunnar, þrátt fyrir að eiga minna en tólf mánuði eftir af samningi sínum í París. Hugmyndin um að sjá Mbappé á vellinum með bæði Brasilíumanninum Neymar og nýja manninum Messi er einfaldlega of góð til að katarskir eigendur PSG geti sleppt honum frá félaginu. Allt er lagt í sölurnar til að félagið vinni Meistaradeildina í fyrsta skipti í sögu þess í vor, sama ár og Katar heldur heimsmeistaramótið í fótbolta. Samningaviðræður milli Frakkans og PSG hafa staðið yfir í þónokkurn tíma en virðast vera á ís sem stendur. Því fylgja auknar sögusagnir þess efnis að Mbappé vilji einfaldlega yfirgefa félagið frítt næsta sumar, þremur árum eftir að PSG gerði hann að næst dýrasta leikmanni sögunnar er hann var keyptur á 180 milljónir evra frá Mónakó sumarið 2018. PSG charm offensive to Kylian Mbappe on signing a new contract includes personal messages from French president Emmanuel Macron and a club commitment to helping underprivileged children in Paris. More on @MirrorFootball https://t.co/UoMZfLSMuL— Colin Millar (@Millar_Colin) September 8, 2021 Allt gert til að halda honum Stjórnarmenn hjá PSG gera nú allt til að sannfæra Mbappé um áframhaldandi veru í frönsku höfuðborginni. Ekki dugar að bjóða honum ríflega launahækkun heldur segir Marca frá því að Emmanuel Macron, forseti Frakklands, hafi verið fenginn til að hringja í Mbappé og sannfæra hann um að neita tilboðum frá Spáni og halda sig í heimalandinu. PSG er þá sagt ætla að leggja aukinn kraft í bæta stöðu fátækra barna í París, sem er málefni sem Mbappé hefur beitt sér mikið fyrir, í von um að það ýti undir vilja hans til framlengingar. Miklar fjárhæðir verði lagðar til góðgerðafélags hans, Inspired by KM, sem styrkir börn í um 20 hverfum í París. Enn fremur hyggst félagið styrkja samband sitt við fjölskyldumeðlimi Mbappé, samband sem hefur orðið stirt síðustu mánuði, auk þess að reyna að fá stuðningsmenn félagsins með sér í lið en þeir blístruðu og bauluðu á Mbappé vegna samningsmálanna í nýlegum leik liðsins í frönsku úrvalsdeildinni.
Franski boltinn Mest lesið Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Körfubolti „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Körfubolti „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Körfubolti Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Handbolti Fleiri fréttir Fyrsti deildarsigur Brøndby á árinu Þriðja jafntefli Düsseldorf í röð en umspilið enn í augsýn Karólína lagði upp sigurmark Leverkusen Tímabilinu líklega lokið hjá Orra „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Sjáðu mörkin úr öruggum Evrópusigrum United og Spurs Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Juventus-parið hætt saman Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ „Þetta var hið fullkomna kvöld“ „Þetta er ekki búið“ Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Chelsea með annan fótinn í úrslit Jóhann Berg skoraði í mikilvægum endurkomu sigri Grindavík snýr aftur heim: „Heimavöllurinn okkar verður áfram tákn samkenndar“ Fyrirliðinn Guðrún og Ísabella Sara hýddar gegn Hammarby Glódís bikarmeistari með Bayern „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ Sjá meira