Hlutu hvatningarverðlaun Vísinda- og tækniráðs Eiður Þór Árnason skrifar 9. september 2021 17:00 Dr. Martin Ingi Sigurðsson, Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra, Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Dr. Erna Sif Arnardóttir. Aðsend Dr. Erna Sif Arnardóttir, lektor við verkfræði- og tölvunarfræðideildir Háskólans í Reykjavík og Dr. Martin Ingi Sigurðsson, prófessor í svæfinga- og gjörgæslulækningum við Háskóla Íslands og yfirlæknir á sama sviði við Landspítala hlutu hvatningarverðlaun Vísinda- og tækniráðs í dag. Verðlaunin voru afhent af Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra og formanni Vísinda- og tækniráðs, við hátíðlega athöfn á Rannsóknarþingi Rannís. Fram kemur í tilkynningu að Erna Sif sé leiðandi vísindamaður á sviði svefnrannsókna hér á landi, meðal annars sem nýdoktor og aðjúnkt við læknadeild Háskóla Íslands. Þá hefur hún starfað sem forstöðunáttúrufræðingur við Svefndeild við Landspítala, klínískur ráðgjafi hjá fyrirtækinu Nox Medical og sem rannsóknasérfræðingur við verkfræðideild Háskólans í Reykjavík. Árið 2020 setti hún á fót þverfaglegt Svefnrannsóknasetur við Háskólann í Reykjavík sem hún veitir forstöðu. Jafnframt leiðir Erna Sif rannsókna- og þróunarverkefnið Svefnbyltingin sem hlaut 2,5 milljarða króna styrk frá rammaáætlun Evrópusambandsins á árinu 2020. Er það einn hæsti styrkur sem veittur hefur verið til vísindarannsókna hérlendis. Erna Sif hefur áður hlotið fjölda viðurkenninga fyrir störf sín á sviði svefnrannsókna. Hún var valin ungur vísindamaður Landspítala árið 2009 og hlaut hvatningarstyrk úr Vísindasjóði Landspítala árið 2011, auk viðurkenninga fyrir framlag sitt á alþjóðlegum vettvangi þar sem hún meðal annars hefur ítrekað haldið boðsfyrirlestra á alþjóðlegum ráðstefnum. Mjög virkur í rannsóknum hér á landi og erlendis Martin Ingi Sigurðsson er fæddur árið 1982 og lauk kandidatsprófi í læknisfræði frá Háskóla Íslands árið 2009 en samhliða læknanámi lagði hann stund á doktorsnám í erfðafræði við Háskóla Íslands sem hann lauk með doktorsvörn árið 2011. Hann sérhæfði sig í svæfingalækningum við læknadeild Harvard háskóla og í kjölfarið lauk hann undirsérhæfingu í gjörgæslulækningum og svæfingum við hjarta- og lungnaskurðaðgerðir við Duke-háskóla í Norður-Karolínu. Martin tók við starfi prófessors við Háskóla Íslands árið 2019 samhliða stöðu yfirlæknis á svæfinga- og gjörgæsludeild Landspítala. Martin Ingi hefur verið mjög virkur í rannsóknum hérlendis og erlendis undanfarin 15 ár. Árið 2011 var hann valinn ungur vísindamaður Landspítala en auk þess hefur hann hlotið fjölda viðurkenninga m.a. fyrir framlag sitt á alþjóðlegum vísindaráðstefnum, að því er fram kemur í tilkynningu frá Rannís. Erna Sif Arnardóttir er fædd árið 1981 og útskrifaðist með B.S. gráðu í sameindalíffræði frá Háskóla Íslands árið 2005 og meistaragráðu í líf- og læknavísindum árið 2007. Hún varði doktorsverkefni sitt í líf- og læknavísindum frá Háskóla Íslands árið 2013 og var það að hluta unnið við University of Pennsylvania í Bandaríkjunum. Vísindi Tækni Svefn Tengdar fréttir Íslands verður miðstöð svefnrannsókna Ísland verður miðstöð alþjóðlegra svefnrannsókna næstu árin að sögn lektors við Háskólann í Reykjavík sem leiðir verkefnið Svefnbyltinguna. Verkefnið fékk tvo og hálfan milljarð í styrk sem er einn sá hæsti sem hefur verið veittur hér á landi. 30. október 2020 20:01 Fékk tveggja og hálfs milljarðs króna styrk í fyrstu tilraun Ísland verður miðstöð alþjóðlegra svefnrannsókna eftir háan styrk frá ESB. 28. október 2020 14:30 Fleiri lifað af gjörgæslumeðferð en upphaflega var gert ráð fyrir Fleiri hafa lifað af gjörgæslumeðferð vegna kórónuveirunnar en upphaflega var gert ráð fyrir. Yfirlæknir segir þá sem hafa komist úr öndunarvél þó eiga langt bataferli framundan. 27. apríl 2020 20:00 Martin ráðinn yfirlæknir í svæfinga- og gjörgæslulækningum Starfið var veitt að fengnu áliti sameiginlegrar valnefndar sem var tilnefnd af forstjóra Landspítala og rektor Háskóla Íslands. 12. mars 2019 14:51 Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira
Verðlaunin voru afhent af Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra og formanni Vísinda- og tækniráðs, við hátíðlega athöfn á Rannsóknarþingi Rannís. Fram kemur í tilkynningu að Erna Sif sé leiðandi vísindamaður á sviði svefnrannsókna hér á landi, meðal annars sem nýdoktor og aðjúnkt við læknadeild Háskóla Íslands. Þá hefur hún starfað sem forstöðunáttúrufræðingur við Svefndeild við Landspítala, klínískur ráðgjafi hjá fyrirtækinu Nox Medical og sem rannsóknasérfræðingur við verkfræðideild Háskólans í Reykjavík. Árið 2020 setti hún á fót þverfaglegt Svefnrannsóknasetur við Háskólann í Reykjavík sem hún veitir forstöðu. Jafnframt leiðir Erna Sif rannsókna- og þróunarverkefnið Svefnbyltingin sem hlaut 2,5 milljarða króna styrk frá rammaáætlun Evrópusambandsins á árinu 2020. Er það einn hæsti styrkur sem veittur hefur verið til vísindarannsókna hérlendis. Erna Sif hefur áður hlotið fjölda viðurkenninga fyrir störf sín á sviði svefnrannsókna. Hún var valin ungur vísindamaður Landspítala árið 2009 og hlaut hvatningarstyrk úr Vísindasjóði Landspítala árið 2011, auk viðurkenninga fyrir framlag sitt á alþjóðlegum vettvangi þar sem hún meðal annars hefur ítrekað haldið boðsfyrirlestra á alþjóðlegum ráðstefnum. Mjög virkur í rannsóknum hér á landi og erlendis Martin Ingi Sigurðsson er fæddur árið 1982 og lauk kandidatsprófi í læknisfræði frá Háskóla Íslands árið 2009 en samhliða læknanámi lagði hann stund á doktorsnám í erfðafræði við Háskóla Íslands sem hann lauk með doktorsvörn árið 2011. Hann sérhæfði sig í svæfingalækningum við læknadeild Harvard háskóla og í kjölfarið lauk hann undirsérhæfingu í gjörgæslulækningum og svæfingum við hjarta- og lungnaskurðaðgerðir við Duke-háskóla í Norður-Karolínu. Martin tók við starfi prófessors við Háskóla Íslands árið 2019 samhliða stöðu yfirlæknis á svæfinga- og gjörgæsludeild Landspítala. Martin Ingi hefur verið mjög virkur í rannsóknum hérlendis og erlendis undanfarin 15 ár. Árið 2011 var hann valinn ungur vísindamaður Landspítala en auk þess hefur hann hlotið fjölda viðurkenninga m.a. fyrir framlag sitt á alþjóðlegum vísindaráðstefnum, að því er fram kemur í tilkynningu frá Rannís. Erna Sif Arnardóttir er fædd árið 1981 og útskrifaðist með B.S. gráðu í sameindalíffræði frá Háskóla Íslands árið 2005 og meistaragráðu í líf- og læknavísindum árið 2007. Hún varði doktorsverkefni sitt í líf- og læknavísindum frá Háskóla Íslands árið 2013 og var það að hluta unnið við University of Pennsylvania í Bandaríkjunum.
Vísindi Tækni Svefn Tengdar fréttir Íslands verður miðstöð svefnrannsókna Ísland verður miðstöð alþjóðlegra svefnrannsókna næstu árin að sögn lektors við Háskólann í Reykjavík sem leiðir verkefnið Svefnbyltinguna. Verkefnið fékk tvo og hálfan milljarð í styrk sem er einn sá hæsti sem hefur verið veittur hér á landi. 30. október 2020 20:01 Fékk tveggja og hálfs milljarðs króna styrk í fyrstu tilraun Ísland verður miðstöð alþjóðlegra svefnrannsókna eftir háan styrk frá ESB. 28. október 2020 14:30 Fleiri lifað af gjörgæslumeðferð en upphaflega var gert ráð fyrir Fleiri hafa lifað af gjörgæslumeðferð vegna kórónuveirunnar en upphaflega var gert ráð fyrir. Yfirlæknir segir þá sem hafa komist úr öndunarvél þó eiga langt bataferli framundan. 27. apríl 2020 20:00 Martin ráðinn yfirlæknir í svæfinga- og gjörgæslulækningum Starfið var veitt að fengnu áliti sameiginlegrar valnefndar sem var tilnefnd af forstjóra Landspítala og rektor Háskóla Íslands. 12. mars 2019 14:51 Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira
Íslands verður miðstöð svefnrannsókna Ísland verður miðstöð alþjóðlegra svefnrannsókna næstu árin að sögn lektors við Háskólann í Reykjavík sem leiðir verkefnið Svefnbyltinguna. Verkefnið fékk tvo og hálfan milljarð í styrk sem er einn sá hæsti sem hefur verið veittur hér á landi. 30. október 2020 20:01
Fékk tveggja og hálfs milljarðs króna styrk í fyrstu tilraun Ísland verður miðstöð alþjóðlegra svefnrannsókna eftir háan styrk frá ESB. 28. október 2020 14:30
Fleiri lifað af gjörgæslumeðferð en upphaflega var gert ráð fyrir Fleiri hafa lifað af gjörgæslumeðferð vegna kórónuveirunnar en upphaflega var gert ráð fyrir. Yfirlæknir segir þá sem hafa komist úr öndunarvél þó eiga langt bataferli framundan. 27. apríl 2020 20:00
Martin ráðinn yfirlæknir í svæfinga- og gjörgæslulækningum Starfið var veitt að fengnu áliti sameiginlegrar valnefndar sem var tilnefnd af forstjóra Landspítala og rektor Háskóla Íslands. 12. mars 2019 14:51