Fleiri lifað af gjörgæslumeðferð en upphaflega var gert ráð fyrir Sunna Sæmundsdóttir skrifar 27. apríl 2020 20:00 Martin Ingi Sigurðsson, yfirlæknir í svæfinga- og gjörgæslulækningum. visir/Egill Fleiri hafa lifað af gjörgæslumeðferð vegna kórónuveirunnar en upphaflega var gert ráð fyrir. Yfirlæknir segir þá sem hafa komist úr öndunarvél þó eiga langt bataferli framundan. Frá upphafi faraldursins hafa tuttugu og sjö manns hafa þurft á gjörgæslumeðferð að halda vegna kórónuveirunnar. Ekkert tilfelli greindist í gær og hafa nú alls 1.792 smitast. Yfirlæknir bendir á að samkvæmt því hafi um eitt og hálft prósent covid-sjúklinga lent á gjörgæslu. „Það hlutfall er aðeins lægra en upphaflega var reiknað með. Það var upphaflega talið að um 5-7% sjúklinga þyrftu að fara á gjörgæslu,“ segir Martin Ingi Sigurðsson, yfirlæknir í svæfinga- og gjörgæslulækningum við Landspítalann. Auk þess sem færri hafa þurft að fara á gjörgæslu er dánartíðni meðal þeirra sem veikjast svo alvarlega lægri en upphaflega var gert ráð fyrir. „Af þessum löndum sem upphaflega lýstu gjörgæslumeðferðinni var verið að lýsa 50-90% dánartíðni hjá þeim sem veiktust svo alvarlega að þeir þurftu að koma á gjörgæslu. En talan hjá okkur er í kringum fimmtán prósent. Það er að segja fjórir af 27 sjúklingum hafa látist,“ segir Martin. Heildarfjöldi látinna er þó tíu en að sögn Martins hefur í öðrum tilvikum verið ákveðið að beita ekki gjörgæslumeðferð eftir mat á alvarleika veikinda og ástandi sjúklings. Færri hafa veikst alvarlega og þurft gjörgæslumeðferð en óttast var í upphafi. Þáttaskil voru í faraldrinum á Landspítalanum í morgun. „Eins og staðan er núna erum við ekki með neinn sjúkling á öndunarvél sem er þá í fyrsta sinn í liðlega fimm vikur sem við höfum ekki verið með sjúkling á öndunarvél vegna covid-sjúkdóms,“ segir Martin. Einn sjúkling þurfti að setja aftur á öndunarvél eftir að hafa verið tekinn af henni og sá sem var lengst var í 22 daga. Langt bataferli er framundan hjá fólkinu. „Fólkið sem veiktist verst á mjög langt í land með að ná fyrri heilsu. Það reynir virkilega á líkamann að vera svæfður í öndunarvél. Fólk gengur á sinn eigin vöðvaforða og það tekur sennilega nokkra mánuði og jafnvel lengri tíma fyrir fólk að ná upp fyrri styrk eftir svo langa legu.“ Martin telur að góðan árangur megi meðal annars rekja til greiningar, eftirfylgni og þess að fólk hafi komist strax í viðeigandi meðferð. „Í fyrsta lagi hefur fólk hlýtt tilmælum almannavarna og við höfum ekki fengið yfir okkur yfirþyrmandi smitbylgju sem hefði gert heilbrigðiskerfinu ókleift að sinna þeim sjúklingum sem verða veikir,“ segir hann. Þá hafi margir verið skimaðir auk þess sem skipulagið á spítalanum hafi reynst vel. „Við höfum verið með þessa göngudeild og náð að kalla inn fólk inn til mats sem hefur fundið fyrir versnandi einkennum. Þeir sem hafa síðan versnað hafa átt greitt aðgengi að spítalanum,“ segir Martin. „Þannig það hefur ekki orðið töf. Svona eins og við höfum séð erlendis þar sem fólk bíður hrienlega eftir mati og upphafsmeðferð,“ segir Martin. Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Innlent Fleiri fréttir Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Sjá meira
Fleiri hafa lifað af gjörgæslumeðferð vegna kórónuveirunnar en upphaflega var gert ráð fyrir. Yfirlæknir segir þá sem hafa komist úr öndunarvél þó eiga langt bataferli framundan. Frá upphafi faraldursins hafa tuttugu og sjö manns hafa þurft á gjörgæslumeðferð að halda vegna kórónuveirunnar. Ekkert tilfelli greindist í gær og hafa nú alls 1.792 smitast. Yfirlæknir bendir á að samkvæmt því hafi um eitt og hálft prósent covid-sjúklinga lent á gjörgæslu. „Það hlutfall er aðeins lægra en upphaflega var reiknað með. Það var upphaflega talið að um 5-7% sjúklinga þyrftu að fara á gjörgæslu,“ segir Martin Ingi Sigurðsson, yfirlæknir í svæfinga- og gjörgæslulækningum við Landspítalann. Auk þess sem færri hafa þurft að fara á gjörgæslu er dánartíðni meðal þeirra sem veikjast svo alvarlega lægri en upphaflega var gert ráð fyrir. „Af þessum löndum sem upphaflega lýstu gjörgæslumeðferðinni var verið að lýsa 50-90% dánartíðni hjá þeim sem veiktust svo alvarlega að þeir þurftu að koma á gjörgæslu. En talan hjá okkur er í kringum fimmtán prósent. Það er að segja fjórir af 27 sjúklingum hafa látist,“ segir Martin. Heildarfjöldi látinna er þó tíu en að sögn Martins hefur í öðrum tilvikum verið ákveðið að beita ekki gjörgæslumeðferð eftir mat á alvarleika veikinda og ástandi sjúklings. Færri hafa veikst alvarlega og þurft gjörgæslumeðferð en óttast var í upphafi. Þáttaskil voru í faraldrinum á Landspítalanum í morgun. „Eins og staðan er núna erum við ekki með neinn sjúkling á öndunarvél sem er þá í fyrsta sinn í liðlega fimm vikur sem við höfum ekki verið með sjúkling á öndunarvél vegna covid-sjúkdóms,“ segir Martin. Einn sjúkling þurfti að setja aftur á öndunarvél eftir að hafa verið tekinn af henni og sá sem var lengst var í 22 daga. Langt bataferli er framundan hjá fólkinu. „Fólkið sem veiktist verst á mjög langt í land með að ná fyrri heilsu. Það reynir virkilega á líkamann að vera svæfður í öndunarvél. Fólk gengur á sinn eigin vöðvaforða og það tekur sennilega nokkra mánuði og jafnvel lengri tíma fyrir fólk að ná upp fyrri styrk eftir svo langa legu.“ Martin telur að góðan árangur megi meðal annars rekja til greiningar, eftirfylgni og þess að fólk hafi komist strax í viðeigandi meðferð. „Í fyrsta lagi hefur fólk hlýtt tilmælum almannavarna og við höfum ekki fengið yfir okkur yfirþyrmandi smitbylgju sem hefði gert heilbrigðiskerfinu ókleift að sinna þeim sjúklingum sem verða veikir,“ segir hann. Þá hafi margir verið skimaðir auk þess sem skipulagið á spítalanum hafi reynst vel. „Við höfum verið með þessa göngudeild og náð að kalla inn fólk inn til mats sem hefur fundið fyrir versnandi einkennum. Þeir sem hafa síðan versnað hafa átt greitt aðgengi að spítalanum,“ segir Martin. „Þannig það hefur ekki orðið töf. Svona eins og við höfum séð erlendis þar sem fólk bíður hrienlega eftir mati og upphafsmeðferð,“ segir Martin.
Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Innlent Fleiri fréttir Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Sjá meira