Erlent

Getnaðar­varnir verða gjald­frjálsar fyrir franskar konur 25 ára og yngri

Þorgils Jónsson skrifar
Getnaðarvarnir verða bráðum án endurgjalds fyrir franskar konur um að 25 ára aldri.
Getnaðarvarnir verða bráðum án endurgjalds fyrir franskar konur um að 25 ára aldri. Getty

Franskar konur upp að 25 ára aldri munu ekki þurfa að greiða fyrir getnaðarvarnir þar í landi frá og með áramótum. Olivier Veran heilbrigðisráðherra tilkynnti þetta fyrr í dag, en fram kemur í frétt Reuters að áður hafi mörkin fyrir gjaldfrjálsar getnaðarvarnir verið dregin við átján ára aldur.

Ráðherrann rökstuddi þessa ráðstöfun með því að samdrátt í getnaðarvarnanotkun ungra kvenna mætti rekja að mestu leyti til fjárhagslegra ástæðna.

„Það er ólíðandi að konur geti ekki varið sig  – hafi ekki aðgang að getnaðarvörnum – af því að það sé of dýrt,“ sagði hann.

Ráðgerður kostnaðarauki stjórnvalda af þessum sökum er um 21 milljón evra á ári, en Macron forseti er um þessar mundir að keyra í gang baráttuna fyrir kosningar sem verða haldnar á næsta ári.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.