Erlent

Að minnsta kosti tíu látnir í eldsvoða á Covid-19 spítala

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Eldurinn fór hratt um bygginguna og þykkur reykjarmökkur steig til himins.
Eldurinn fór hratt um bygginguna og þykkur reykjarmökkur steig til himins. epa

Að minnsta kosti tíu hafa látið lífið í eldsvoða á bráðabirgðaspítala í Norður-Makedóníu fyrir einstaklinga sem hafa veikst alvarlega af Covid-19. Heilbrigðisráðherra landsins segir líkur á að fjöldi látinna muni hækka.

Eldurinn braust út um klukkan 21 í gærkvöldi, að staðartíma. Það tók slökkviliðsmenn aðeins klukkustund að slökkva eldinn en hann hafði farið hratt um húsnæðið eftir að súrefniskútar sprungu í nokkrum herbergjum.

Spítalabygginginn var samsett úr flytjanlegum einingum og myndskeið sýna hvernig eldurinn braust út um glugga hans. Þá steig þykkur reykjarmökkur til himins í borginni Tetovo, þar sem spítalinn er staðsettur.

„Læknar berjast nú við að bjarga hinum særðu,“ sagði heilbrigðisráðherrann Venko Filipce. Hann sagði eldsvoðann „hræðilegt slys“ en upplýsingar liggja ekki fyrir um eldsupptök.

Um tvær milljónir mann búa í Norður-Makedóníu en aðeins um 30 prósent hafa verið bólusett.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×