Sigur í dag og Breiðablik gæti mætt Barcelona, Real Madríd eða Lyon: „Þetta er náttúrulega stærsta sviðið“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 9. september 2021 08:00 Agla María segir leikmenn Breiðabliks einbeitta á verkefni kvöldsins. Vísir/Hulda Margrét „Ég sé þetta bara fyrir mér sem sigur hjá okkur, við leggjum upp með það,“ sagði Agla María Albertsdóttir, leikmaður Breiðabliks, í viðtali við Stöð 2 og Vísi um stórleik dagsins á Kópavogsvelli. Breiðablik verður í eldlínunni í forkeppni Meistaradeildar Evrópu á Kópavogsvelli í dag. Það er sannarlega mikið í húfi en ljóst er að sigurvegari leiksins fer áfram í riðlakeppni Meistaradeildarinnar þar sem fyrri leik liðanna í Króatíu lauk með 1-1 jafntefli. Agla María, annar af fyrirliðum liðsins, ræddi við Stöð 2 og Vísi ásamt Eysteini Pétri Lárussyni, framkvæmdastjóra félagsins, um þennan stórleik sem verður í beinni útsendingu Stöðvar 2 klukkan 17.00 í dag. „Þetta var erfiður völlur úti. Þær eru með hörkulið en það er frábært að fá þær á teppið á Kópavogsvelli og taka þær,“ bætti Agla María við um leik kvöldsins. Vísaði hún í að það sé gervigras á Kópavogsvelli en Osijek spilar heimaleiki sína á ójöfnum grasvelli eins og má sjá á myndunum sem fylgja fréttinni. Klippa: Stórleikur á Kópavogsvelli í dag „Þær eru í fínu formi, þær eru mjög ákveðnar og eru með fína framherja. Þetta er fínt lið svo það er margt sem þarf að huga að,“ svaraði þessa öfluga knattspyrnukona aðspurð hvað Blikar þyrftu að varast í dag. „Þetta er náttúrulega stærsta sviðið sem við erum að keppast um að fara á þannig það eru allir leikmenn einbeittir á að klára þennan leik. Ef við vinnum þennan leik getum við verið að mæta liðum eins og Barcelona, Real Madríd og fleirum. Það er draumur allra leikmanna að spila á móti svona liðum svo það er mjög spennandi.“ „Þetta er víst svona, getur komið fyrir alla að fá Covid-19 en ég held að þetta þjappi okkur betur saman og við verðum enn ákveðnari að komast áfram í næstu umferð,“ sagði Agla María að endingu. „Að sjálfsögðu er kostnaður á móti sem fylgir þessu. Einfalt að segja bara hverju þetta skilar í vasann en þetta skilar okkur í riðlakeppnina og það er kostnaður við að taka þátt í því,“ sagði Eysteinn Pétur um það fjármagn sem kemur inn og fer út ef Breiðablik kemst alla leið í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Talað er um að félagið fái rúmar 60 milljónir króna í sinn vasa. „Eins og staðan er í dag þá uppfyllum við ekki þau skilyrði. Við erum að vinna í því að fá undanþágu til þess að spila. Ef við förum áfram förum við á fullt í það að sækja um þessa undanþágu,“ sagði Eysteinn Pétur varðandi hvort Kópavogsvöllur væri leyfilegur í Meistaradeild Evrópu. „Þá þurfum við að reyna halda Laugardalsvelli við núna á haustmánuðum með værum kostnaði væntanlega en við erum bara ekki komin svo langt. Að sjálfsögðu erum við aðeins farin að undirbúa ef þetta verður að raunveruleika.“ „Þetta er nýtt fyrirkomulag hjá stelpunum og orðið líkari því sem þekkist stráka megin. Frábært að þetta sé komið í þennan farveg, að það sé komin riðlakeppni og þetta yrði fyrsta íslenska liðið sem kæmist þangað. Þetta er stórleikur sem enginn getur látið framhjá sér fara,“ sagði Eysteinn Pétur að lokum. Fótbolti Breiðablik Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Fótbolti Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti „Ef ég finn leikmann sem ég tel að bæti liðið þá tek ég hann“ Sport Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Fótbolti Vilja vopnahlé út um allan heim yfir Ólympíuleikana Sport „Áttum okkur á því að við erum með skotmark á okkur“ Sport Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Körfubolti Fleiri fréttir Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Metár hjá David Beckham Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Fótboltaiðkendur með fatlanir kíktu á landsliðsæfingu UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Depay fastur í Brasilíu án vegabréfs Sjá meira
Breiðablik verður í eldlínunni í forkeppni Meistaradeildar Evrópu á Kópavogsvelli í dag. Það er sannarlega mikið í húfi en ljóst er að sigurvegari leiksins fer áfram í riðlakeppni Meistaradeildarinnar þar sem fyrri leik liðanna í Króatíu lauk með 1-1 jafntefli. Agla María, annar af fyrirliðum liðsins, ræddi við Stöð 2 og Vísi ásamt Eysteini Pétri Lárussyni, framkvæmdastjóra félagsins, um þennan stórleik sem verður í beinni útsendingu Stöðvar 2 klukkan 17.00 í dag. „Þetta var erfiður völlur úti. Þær eru með hörkulið en það er frábært að fá þær á teppið á Kópavogsvelli og taka þær,“ bætti Agla María við um leik kvöldsins. Vísaði hún í að það sé gervigras á Kópavogsvelli en Osijek spilar heimaleiki sína á ójöfnum grasvelli eins og má sjá á myndunum sem fylgja fréttinni. Klippa: Stórleikur á Kópavogsvelli í dag „Þær eru í fínu formi, þær eru mjög ákveðnar og eru með fína framherja. Þetta er fínt lið svo það er margt sem þarf að huga að,“ svaraði þessa öfluga knattspyrnukona aðspurð hvað Blikar þyrftu að varast í dag. „Þetta er náttúrulega stærsta sviðið sem við erum að keppast um að fara á þannig það eru allir leikmenn einbeittir á að klára þennan leik. Ef við vinnum þennan leik getum við verið að mæta liðum eins og Barcelona, Real Madríd og fleirum. Það er draumur allra leikmanna að spila á móti svona liðum svo það er mjög spennandi.“ „Þetta er víst svona, getur komið fyrir alla að fá Covid-19 en ég held að þetta þjappi okkur betur saman og við verðum enn ákveðnari að komast áfram í næstu umferð,“ sagði Agla María að endingu. „Að sjálfsögðu er kostnaður á móti sem fylgir þessu. Einfalt að segja bara hverju þetta skilar í vasann en þetta skilar okkur í riðlakeppnina og það er kostnaður við að taka þátt í því,“ sagði Eysteinn Pétur um það fjármagn sem kemur inn og fer út ef Breiðablik kemst alla leið í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Talað er um að félagið fái rúmar 60 milljónir króna í sinn vasa. „Eins og staðan er í dag þá uppfyllum við ekki þau skilyrði. Við erum að vinna í því að fá undanþágu til þess að spila. Ef við förum áfram förum við á fullt í það að sækja um þessa undanþágu,“ sagði Eysteinn Pétur varðandi hvort Kópavogsvöllur væri leyfilegur í Meistaradeild Evrópu. „Þá þurfum við að reyna halda Laugardalsvelli við núna á haustmánuðum með værum kostnaði væntanlega en við erum bara ekki komin svo langt. Að sjálfsögðu erum við aðeins farin að undirbúa ef þetta verður að raunveruleika.“ „Þetta er nýtt fyrirkomulag hjá stelpunum og orðið líkari því sem þekkist stráka megin. Frábært að þetta sé komið í þennan farveg, að það sé komin riðlakeppni og þetta yrði fyrsta íslenska liðið sem kæmist þangað. Þetta er stórleikur sem enginn getur látið framhjá sér fara,“ sagði Eysteinn Pétur að lokum.
Fótbolti Breiðablik Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Fótbolti Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti „Ef ég finn leikmann sem ég tel að bæti liðið þá tek ég hann“ Sport Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Fótbolti Vilja vopnahlé út um allan heim yfir Ólympíuleikana Sport „Áttum okkur á því að við erum með skotmark á okkur“ Sport Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Körfubolti Fleiri fréttir Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Metár hjá David Beckham Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Fótboltaiðkendur með fatlanir kíktu á landsliðsæfingu UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Depay fastur í Brasilíu án vegabréfs Sjá meira