Bíða þess að hlaupið nái hámarki við Þjóðveginn Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 8. september 2021 11:37 Þess er nú beðið að Skaftárhlaup nái hámarki við þjóðveginn. Myndin er frá Skaftárhlaupi árið 2018. Vísir/Jóhann Talið er að Skaftárhlaup hafi náð hámarki sínu við Sveinstind en nú er þess beðið að hlaupvatnið nái hámarki við þjóðveginn á næstu dögum. Það flæki málin að vatn í ánni hafi verið mikið áður en hlaup hófst í Eystri-Skaftárkatli. Hlaupið fór mest í fimmtán hundruð rúmmetra á sekúndu en hefur farið minnkandi síðan á miðnætti, og er nú í um ellefu hundruð rúmmetrum. Þorsteinn Þorsteinsson, jarðeðlisfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir hlaupið annars eðlis en þau sem voru árin 2015 og 2018. „Það var svona í hámarkinu í heilan sólarhring. Var búið að ná hámarkinu rétt um miðnætti á mánudagskvöldið og hélt sér svo í því hámarki í sólarhring og hefur verið að lækka síðan á miðnætti,“ segir Þorsteinn. „Þetta er dálítið óvenjulegt hlaup að því leyti að toppurinn er flatur þannig að þetta á eftir að dvína næstu daga.“ Nú sé helst verið að fylgjast með hvort hámark hlaupsins sé komið fram í byggð. Verulegur hluti hlaupvatnsins fari út í grunnvatn og skili sér því ekki allt niður að þjóðvegi. „Flóðvatnið er þegar búið að gera ófæra leiðina yfir að bænum Skaftárdal en það er ekki þjóðvegurinn lengur og það gerist í flestum stærri hlaupum. Svo verðum við að bíða og sjá hvað verður með þjóðveg 1,“ segir Þorsteinn. Gert sé ráð fyrir því að drjúgur meirihluti vatnsins í Eystri-Skaftárkatli sé runninn fram. Það sé þó flókið að meta. „Það sem flækir myndina svolítið er að þetta hlaup kemur ofan í hlaupið úr vestari katlinum, sem var enn þá að klárast þegar þetta kom ofan í, síðan hafa verið leysingar og rigningar að undanförnu sem hafa bætt í vatnskerfið allt og þar með í Skaftá,“ segir Þorsteinn Þorsteinsson, jarðeðlisfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Hlaup í Skaftá Skaftárhreppur Tengdar fréttir Hlaupið náð hámarki sínu en á eftir að skila sér í byggð Dregið hefur úr rennsli Skaftár við Sveinstind og mælist það nú um 1.100 rúmmetrar á sekúndu miðað við hámarksrennsli í gæt upp á um 1.500 rúmmetra á sekúndu. Hlaupvatn á enn eftir að skila sér niður farveg Skaftár og áhrif þess á byggð eiga því eftir að koma í ljós. 8. september 2021 09:48 Myndband tekið úr lofti sýnir kraftinn í hlaupinu Hægt hefur á vextinum í rennsli Skaftár við þjóðveg 1 það sem af er degi. Reiknað er með að núverandi hlaup vari lengur en fyrri hlaup úr eystri katlinum, sem getur orsakað meiri útbreiðslu í byggð. 7. september 2021 19:27 Búist við að flóðið nái yfir stórt svæði Mikið hefur hægt á vexti Skaftárhlaupsins við Sveinstind síðan í gærkvöldi en búist er við að vatn flæði yfir stórt svæði á næstu dögum. Mikil úrkoma á svæðinu auk hlaups úr vestari katlinum geri að verkum að flóðasvæðið sé mettað af vatni sem auki líklega útbreiðslu hlaupsins. 7. september 2021 13:19 Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Hlaupið fór mest í fimmtán hundruð rúmmetra á sekúndu en hefur farið minnkandi síðan á miðnætti, og er nú í um ellefu hundruð rúmmetrum. Þorsteinn Þorsteinsson, jarðeðlisfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir hlaupið annars eðlis en þau sem voru árin 2015 og 2018. „Það var svona í hámarkinu í heilan sólarhring. Var búið að ná hámarkinu rétt um miðnætti á mánudagskvöldið og hélt sér svo í því hámarki í sólarhring og hefur verið að lækka síðan á miðnætti,“ segir Þorsteinn. „Þetta er dálítið óvenjulegt hlaup að því leyti að toppurinn er flatur þannig að þetta á eftir að dvína næstu daga.“ Nú sé helst verið að fylgjast með hvort hámark hlaupsins sé komið fram í byggð. Verulegur hluti hlaupvatnsins fari út í grunnvatn og skili sér því ekki allt niður að þjóðvegi. „Flóðvatnið er þegar búið að gera ófæra leiðina yfir að bænum Skaftárdal en það er ekki þjóðvegurinn lengur og það gerist í flestum stærri hlaupum. Svo verðum við að bíða og sjá hvað verður með þjóðveg 1,“ segir Þorsteinn. Gert sé ráð fyrir því að drjúgur meirihluti vatnsins í Eystri-Skaftárkatli sé runninn fram. Það sé þó flókið að meta. „Það sem flækir myndina svolítið er að þetta hlaup kemur ofan í hlaupið úr vestari katlinum, sem var enn þá að klárast þegar þetta kom ofan í, síðan hafa verið leysingar og rigningar að undanförnu sem hafa bætt í vatnskerfið allt og þar með í Skaftá,“ segir Þorsteinn Þorsteinsson, jarðeðlisfræðingur hjá Veðurstofu Íslands.
Hlaup í Skaftá Skaftárhreppur Tengdar fréttir Hlaupið náð hámarki sínu en á eftir að skila sér í byggð Dregið hefur úr rennsli Skaftár við Sveinstind og mælist það nú um 1.100 rúmmetrar á sekúndu miðað við hámarksrennsli í gæt upp á um 1.500 rúmmetra á sekúndu. Hlaupvatn á enn eftir að skila sér niður farveg Skaftár og áhrif þess á byggð eiga því eftir að koma í ljós. 8. september 2021 09:48 Myndband tekið úr lofti sýnir kraftinn í hlaupinu Hægt hefur á vextinum í rennsli Skaftár við þjóðveg 1 það sem af er degi. Reiknað er með að núverandi hlaup vari lengur en fyrri hlaup úr eystri katlinum, sem getur orsakað meiri útbreiðslu í byggð. 7. september 2021 19:27 Búist við að flóðið nái yfir stórt svæði Mikið hefur hægt á vexti Skaftárhlaupsins við Sveinstind síðan í gærkvöldi en búist er við að vatn flæði yfir stórt svæði á næstu dögum. Mikil úrkoma á svæðinu auk hlaups úr vestari katlinum geri að verkum að flóðasvæðið sé mettað af vatni sem auki líklega útbreiðslu hlaupsins. 7. september 2021 13:19 Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Hlaupið náð hámarki sínu en á eftir að skila sér í byggð Dregið hefur úr rennsli Skaftár við Sveinstind og mælist það nú um 1.100 rúmmetrar á sekúndu miðað við hámarksrennsli í gæt upp á um 1.500 rúmmetra á sekúndu. Hlaupvatn á enn eftir að skila sér niður farveg Skaftár og áhrif þess á byggð eiga því eftir að koma í ljós. 8. september 2021 09:48
Myndband tekið úr lofti sýnir kraftinn í hlaupinu Hægt hefur á vextinum í rennsli Skaftár við þjóðveg 1 það sem af er degi. Reiknað er með að núverandi hlaup vari lengur en fyrri hlaup úr eystri katlinum, sem getur orsakað meiri útbreiðslu í byggð. 7. september 2021 19:27
Búist við að flóðið nái yfir stórt svæði Mikið hefur hægt á vexti Skaftárhlaupsins við Sveinstind síðan í gærkvöldi en búist er við að vatn flæði yfir stórt svæði á næstu dögum. Mikil úrkoma á svæðinu auk hlaups úr vestari katlinum geri að verkum að flóðasvæðið sé mettað af vatni sem auki líklega útbreiðslu hlaupsins. 7. september 2021 13:19