Innlent

Hlaupið náð há­marki sínu en á eftir að skila sér í byggð

Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar
Áhrif hlaupsins nærri byggð eiga ennþá eftir að koma í ljós þar sem hlaupvatn á ennþá eftir að skila sér niður farveg Skaftár.
Áhrif hlaupsins nærri byggð eiga ennþá eftir að koma í ljós þar sem hlaupvatn á ennþá eftir að skila sér niður farveg Skaftár. Vísir/RAX

Dregið hefur úr rennsli Skaft­ár við Sveins­tind og mælist það nú um 1.100 rúm­metrar á sekúndu miðað við há­marks­rennsli í gæt upp á um 1.500 rúm­metra á sekúndu. Hlaup­vatn á enn eftir að skila sér niður far­veg Skaft­ár og á­hrif þess á byggð eiga því eftir að koma í ljós.

Gert er ráð fyrir að tveir þriðju hlutar heildarrúmmáls sé nú þegar kominn fram við Sveinstind. 

Rennsli á mælum við þjóð­veg 1 mælist 600 rúm­metrar á sekúndu og hefur haldist svipað frá því um mið­nætti.

Sér­fræðingar Veður­stofunnar fóru í eftir­lits­flug yfir flóða­svæðið í gær til að kanna á­hrif hlaupsins. 

Út­breiðsla þess ná­lægt jökli reyndist minni en í hlaupinu 2018. Há­marks­rennsli þess er einnig minna en fyrir þremur árum.

Sér­fræðingar munu funda um stöðu mála klukkan 14 í dag og meta hvert fram­hald hlaupsins verður.

Uppfært: Villa var í upprunalegri tilkynningu Veðurstofunnar þar sem stóð að einn þriðji hluti heildarrúmmáls væri kominn fram. Það hefur verið lagað.

Ragnar Axelsson ljósmyndari Vísis, betur þekktur sem RAX, flaug yfir Skaftá og Skaftárjökul í gær þar sem hann tók myndir og myndband sem má finna í fréttinni hér:Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.